Þau gleðilegu tíðindi berast frá Niðurlöndum að Catalina Ncogo, sem á árum áður var þekkt sem Miðbaugs-Maddaman, sé gengin út. Catalina hefur undanfarin misseri verið með annan fótinn ytra, nánar tiltekið í Amsterdam. Hún birti myndband á Instagram af meintum ástmanni sínum sem deildi því með tæplega þrjú þúsund fylgjendum hennar að á morgun ætlaði hann í klippingu. „Þú þarft ekki á því að halda,“ sagði Catalina blíðlega við meintan ástmann sinn og lét hjarta fylgja færslunni.