fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Stígamót með mikilvæg skilaboð til Klaustursþingmannanna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. janúar 2019 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi hvetja Klaustursmenn til að axla ábyrgð á hegðun sinn í stað þess að kenna áfengisneyslunni um. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu samtakanna. Þeim er bent á að kynna sér efni síðunnar sjukast.is þar sem minnt er á að aðilar verði að taka ábyrgð á eigin hegðun þegar þeir eru undir áhrifum.

Klaustursmenn hafa verið milli tannana á fólki síðustu mánuði eftir að upptökur sem vörpuðu ljósi á niðrandi orðræðu þingmannanna sex, í garð kollega sinna og fleiri, voru sendar fjölmiðlum í nóvember.

„Þú berð ábyrgð á hegðun þinni undir áhrifum. Áfengi og vímuefni hafa áhrif á dómgreind og hegðun manneskju en þau eru ekki ástæða ofbeldis. Það að vera undir áhrifum afsakar ekki ofbeldisfulla hegðun eða gjörðir sem skaða aðra.“

Þegar einhvern bendi á óæskulega hegðun eða hegðun sem skaði fólk ber að varast að skarast undan ábyrgð með afsökunum á borð við:
  • „Ég meinti ekki það sem ég sagði! Ég var að drekka!“
  • „Ég myndi aldrei beita þig ofbeldi þegar ég er edrú.“
  • „Áfengi breytir mér í aðra manneskju. Ég er ekki svona í alvörunni.“

„Það er mikilvægt að muna að þótt þú sért undir áhrifum endurspegla gjörðir þínar þig sem einstakling.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með