Goshverinn Strokkur er að slá í gegn á YouTube eftir að menn sem kalla sig „The Slow Mo Guys“ birtu upptöku af honum gjósa en upptakan er sýnd hægt, eða í slow-motion.
Myndbandið er fyrsti þátturinn í myndbandaröðinni Planet Slow Mo og var frumsýnt á YouTube í gær.
Í myndbandinu segjast þáttastjórnendur ætla að ferðast um Íslands til að taka upp náttúrufegurðina og sýna áhorfendum sínum hana í slow-motion. Myndbandið er strax kominn með á 8 hundruð þúsund áhorf enda er íslensk náttúra ákaflega gott myndefni, þó blaðamaður segir sjálf frá.