Bíó Paradís í samstarfi við Goethe Institut í Danmörku og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir
Þýskum kvikmyndadögum í tíunda sinn dagana 1.–10. febrúar 2019. Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta á hátíðinni. Á hátíðinni verða verða sýndar sjö nýjar þýskar myndir. Þann 9. febrúar verður svo bíóinu breytt í þýskan teknóklúbb og mun teknógengið Plútó spila fyrir gesti.
Meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni má nefna The Captain (Der Hauptmann), mynd um ungan mann sem dulbýr sig sem nasistaforingja í þýska hernum í seinni heimsstyrjöldinni ásamt The Silent Revolution (Das schweigende Klassenzimmer). Myndin fjallar um þagnarbindindi austur-þýskra nemenda til að sýna samstöðu með fórnarlömbum ungversku uppreisnarinnar 1956.