fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sveini brugðið á flugvellinum: „Þegar ég sá þá draga upp skotfæri hugsaði ég með mér að nú væri ég í klípu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Arnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu komst í hann krappan á flugvelli í Tromsö í Noregi í morgun, en hann var þar á ráðstefnunni Arctic Frontiers.

Eftir að hafa pakkað niður fór Sveinn í gegnum hefðbundið eftirlit á flugvellinum, og þótti honum afar skrýtið þegar allt dótið hans var tekið í burtu eftir að það var gegnumlýst.

Því næst komu að honum tveir menn, sem spurðu hann ýmissa spurninga. „Hvenær ég hefði komið til landsins og hvert ferð minni væri heitið, hvaðan ég væri og hver tilgangur ferðalagsins væri í raun og veru,“ segir Sveinn. „Ég svaraði þessum spurningum röggsamlega og reyndi að sýna ekki að hendurnar á mér voru farnar að titra örlítið og ég fann að ég var að svitna svolítið á bakinu á þessum tímapunkti.“

Óskuðu þeir því næst eftir að skoða bakpokann sem Sveinn var með, handónýtur og gamall bakpoki að hans sögn.

Auðvitað varð ég við því. Ég taldi mig ekki þurfa að fela neitt fyrir þessum herramönnum en hugsaði nú hvurn djöfulinn þessi bakpoki hefði að geyma fyrir þá.

Í ljós kom að í framhólfi bakpokans í einum af mörgum litlum vösum sem þar eru voru nokkur haglabyssuskot og voru það þau sem höfðu vakið athygli tollvarðanna.

„Þessi blessaði bakpoki, sem ég hef nýtt til rjúpnaveiða í vetur, geymdi enn þann dag í dag haglaskot sem ég vissi ekkert um,“ segir Sveinn, sem áttaði sig á að hann hafði gengið um bæði Keflavíkurflugvöll og Gardemoen með haglaskot án þess að nokkur öryggisvörður hafi komið auga á þau.

„Þegar ég sá tollverðina draga upp skotfæri hugsaði ég með mér að nú væri ég í klípu og svitinn þrýstist út úr öllum mögulegum kirtlum líkamans. Mér leið eins og ég sæti fullklæddur í gufubaðinu í Akureyrarlaug, slík voru ónotin,“ segir Sveinn.

Eftir nokkrar spurningar í viðbót sættust þeir á að þessum haglaskotum væri best fargað af norsku lögreglunni. 

Íslensku öryggisverðirnir í Keflavík og starfsbræður þeirra á Gardemoen þurfa að hugsa sinn gang. Ég hins vegar ætla að grandskoða bakpokana mína fyrir næsta flug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“