Það má vel vera að það sé búið að slaufa þriðju Sex and City kvikmyndinni, en Sarah Jessica Parker tísaði endurkomu goðsagnarinnar Carrie Bradshaw.
Parker deildi myndbandi á Instagram þar sem sjá má Carrie ganga um stræti New York á meðan þema þáttanna hljómar undir, svona líkt og upphafsatriði þeirra var.
https://www.instagram.com/p/Bs0m3e7gHfV/
„Mín gamla vinkona,“ skrifar Parker. „Hún er að koma aftur í stuttan tíma.“ Einnig kom fram að endurkoma Carrie tengist „góðu vörumerki og stuðningi við gott málefni.“
Greinilegt er að Parker er ekki tilbúin til að kveðja vinkonu sína endanlega, þrátt fyrir að aðdáendur verði líklega að bíta í það súra með að þriðja myndn verði einhvern tíma að veruleika.
Klæðnaðurinn er í takt við Madonnu á níunda áratugnum, á dögum Like a Virgin,