Tilnefningar til Razzie verðlaunanna voru kynntar í dag, en verðlaunin eru ávallt kölluð Skammarverðlaunin og ganga út á að verðlauna það versta í kvikmyndum liðins árs.
Kvikmyndirnar Gotti með John Travolta í aðalhlutverki, Holmes & Watson með Will Farrell og John C. Reilly í aðalhlutverkum, The Happytime Murders með Melissu McCarthy í aðalhlutverki og Death of a Nation, fengu flestar tilnefningar.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og eiginkona hans, Melanie Trump, fengu tilnefningu fyrir framlag sitt í heimildarmyndinni Fahrenheit 11/9, og fyrrum hjónakornin Johnny Depp og Amber Heard eru einnig tilnefnd.
Razzie verðlaunahátíðin fer fram í 39. sinn þann 23. febrúar, kvöldið fyrir Óskarsverðlaunin.
Hér má sjá helstu verðlaunaflokka og tilnefningar:
Versta myndin
Gotti
The Happytime Murders
Holmes & Watson
Robin Hood
Winchester
Versta leikkonan
Jennifer Garner – Peppermint
Amber Heard – London Fields
Melissa McCarthy – The Happytime Murders og Life of the Party
Helen Mirren – Winchester
Amanda Seyfried – The Clapper
Versti leikarinn
Johnny Depp (aðeins rödd) -Sherlock Gnomes
Will Ferrell – Holmes & Watson
John Travolta – Gotti
Donald J. Trump (sem hann sjálfur) – Death of a Nation og Fahrenheit 11/9
Bruce Willis – Death Wish
Versti leikarinn í aukahlutverki
Jamie Foxx – Robin Hood
Ludacris (aðeins rödd) – Show Dogs
Joel McHale – The Happytime Murders
John C. Reilly – Holmes & Watson
Justice Smith – Jurassic World: Fallen Kingdom
Versta leikkona í aukahlutverki
Kellyanne Conway (sem hún sjálf) – Fahrenheit 11/9
Marcia Gay Harden – Fifty Shades Freed
Kelly Preston – Gotti
Jaz Sinclair – Slender Man
Melania Trump (sem hún sjálf) / Fahrenheit 11/9
Versta skjáparið
Hvaða tveir leikarar eða brúður sem er (sérstaklega þessar í krípí kynlífssenum) / The Happytime Murders
Johnny Depp og ferill hans sem er á hraðri niðurleið (hann er að talsetja fyrir brúður, hjálpi okkur!) – Sherlock Gnomes
Will Ferrell & John C. Reilly (eyðileggja tvær af elskuðu söguhetjum bókmenntanna) – Holmes & Watson
Kelly Preston & John Travolta (sem eru að fá dóma í anda Battlefield Earth) – Gotti
Donald J. Trump & áframhaldandi tilgangsleysi hans – Death of a Nation & Fahrenheit 11/9
Versta endurgerð, spæling eða framhaldsmynd
Death of a Nation (endurgerð Hillary’s America…)
Death Wish
Holmes & Watson
The Meg (spæling af Jaws)
Robin Hood
Versti leikstjórinn
Etan Cohen – Holmes & Watson
Kevin Connolly – Gotti
James Foley – Fifty Shades Freed
Brian Henson – The Happytime Murders
The Spierig Brothers (Michael og Peter) – Winchester
Versta handrit
Death of a Nation – Dinesh D’Souza & Bruce Schooley
Fifty Shades Freed, – Niall Leonard, eftir skáldsögu E.L. James
Gotti – Leo Rossi og Lem Dobbs
The Happytime Murders – Todd Berger, saga eftir Berger og Dee Austin Robinson
Winchester – Tom Vaughan og The Spierig Brothers