Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson gladdi aðdáendur sína með Facebook-færslu sinni um helgina. Þar tilkynnir hann að lag hans, Ekki stinga mig af, sem hann samdi til dóttur sinnar, sé komið á Spotify í lifandi flutningi frá tónleikum hans í Kaplakrika í október.
Lagið sé jafnframt alls ekki það síðasta sem hann muni gefa út árið 2019. Frikki Dór segist spenntur fyrir því að taka næstu skref og vinna að meiri tónlist með frábæru hæfileikafólki.
„Lífið er stundum flóknara en plönin sem maður gerir,“ segir Frikki Dór og segir fjölskylduna hafa ákveðið að setja fyrirhugaða flutninga til Ítalíu á ís, allavega í bili. Frikki Dór greindi frá því síðasta sumar að hann hygðist setjast á skólabekk og læra arkitektúr og láta þannig gamlan draum rætast.