fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Jón Viðar hrósar Ófærð – „Ekki hlusta á fýlupokana!“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar til fjölda ára, hefur oftast verið þekktur fyrir harða gagnrýni sína, þar sem hann bókstaflega „rífur“ sýningar í sig og finnur flestu til foráttu.

Í færslu hans á Facebook ber því við nýjan tón þar sem Jón Viðar mærir Ófærð, sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks. Hvort þetta ber merki um nýjan og mýkri Jón Viðar eða hvort um einstakt tilvik er að ræða skal ósagt látið, en Ófærð er sem fyrr á dagskrá á sunnudagskvöldum á RÚV.

Ekkert skil ég í því fólki sem er að agnúast út í nýju seríuna af Ófærð. Þorgeir Tryggva er búinn að kveikja í Sólveigu Arnars, það er búið að myrða Góa og hengja hann upp á krók (og skera hann niður af króknum); slátra eitthvað um hundrað rollum á afar dramatískan hátt; svo er búið að binda Jóhönnu Vigdísi og hella yfir hana blóði (eða málningu), skjóta Hjört Jóhann og drepa leitarhund. Og allt þetta í fyrstu fjóru þáttunum. Hvað vill fólk eiginlega fá meira – segi ég nú bara? En það er eins og við vitum: aldrei hægt að gera sumum til hæfis. Sjálfur bíð ég með sæluhrolli eftir þeim ógurlegu mannlegu harmleikjum sem ég veit að Balti á eftir að gæða okkur á í næstu sex þáttum. Áfram Balti – ekki hlusta á fýlupokana!! Þeir eru bara öfundsjúkir út í þig og þola ekki hvað allt sem þú gerir er æðislegt.

Gagnrýni Jóns Viðars er algjörlega á skjön við gagnrýni hans vegna fyrri/fyrstu þáttaraðar Ófærðar þar sem hann sagði:

„ef þessi þyngslagangur með öllum sínumundarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfærugamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eiginástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt. Sagan nær mér bara ekki og leikurinn er almennt séð ekki betri en gæði handrits leyfa: einkum mjög fátækleg persónusköpun og líflaus samtöl. Mér finnst ég frekar eiga skilið lofen last að halda þetta enn út.“

Sagðist Jón Viðar telja sig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja sér vandaðri afþreyingu. Ljóst er því að önnur þáttaröð er vandaðari en sú fyrri að mati Jóns Viðars, eða smekkur hans hefur breyst á þremur árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“