Mikið fór fyrir gríni vegna Klaustursmálsins í áramótaskaupi RÚV, en það er ekki eina grínið sem gert hefur verið að málinu.
Ari Eldjárn tók Klaustursmálið fyrir í Áramótaskop, sýningum sem hann hélt í Háskólabíói milli jóla og nýárs.
Ari birti atriðið í gær á Facebook-síðu sinni.
„Gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) er enn þá mikil,“ skrifar Ari. „Great minds think alike.“
Myndbandið var unnið af þeim Arnaldi Grétarssyni, Sveinbirni Pálssyni og Úlfi Eldjárn.