Árni Már Erlingsson opnar sýninguna Fleiri öldur, færri aldir í Einarsstofu, safnahúsinu Vestmannaeyjum, á fimmtudag kl. 17-19. Sýningin er framhald af sýningu hans í Listamönnum við Skúlagötu sem fram fór í nóvember síðastliðnum.
Hugmyndirnar að baki verkunum endurspegla áhuga Árna á sjó og má þar sjá málverk, prentverk og verkfæri sem Árni hefur stillt upp sem lágmyndum eða skúlptúrum. Á sýningunni verða verk sem sýnd voru í Listamönnum en einnig verða sýnd ný verk.
Árni Már er einn af stofnendum Gallery Ports sem opnaði í mars 2016. Eins hefur hann verið iðinn við sýningarhald bæði á Íslandi og í Evrópu, þessi sýning er sjöunda einkasýning hans
Sýningin stendur til 28. janúar og er opin virka daga frá kl. 10-18.