fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Steingeitin – Agi, metnaður og vinnuharka

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Sigurðardóttir opnaði Facebook-síðuna: Fanney – Stjörnuspeki síðastliðinn nóvember, tileinkaða stjörnuspeki. Meðfram því að setja út efni um fræðin býður hún upp á stjörnukort og einkatíma með lestri og túlkun ásamt því að bjóða upp á svokallað stjörnupartý fyrir hópa.

Steingeitin (22. desember – 19. janúar) er frumkvæð jörð sem þýðir að hún er með báða fætur á jörðinni en á sama tíma framtakssöm.

Framinn

Ef að nautið er peningamerki þá er steingeit framamerki. Sumir tengja steingeitina við peninga, að það sé hennar markmið að þéna vel. Svo er ekki. Steingeitin þráir völd og að stjórna, valdastöðum fylgja gjarnan góð laun. Það eru sem sagt ekki peningar sem hún sækist eftir. Nei, hún sækist eftir góðri þjóðfélagsstöðu og virðingu annarra. Það hve hún vinnur mikið til að ná langt og hve mikla óbeit hún hefur á að missa stjórn á sér getur gert hana að íhaldssömum bældum vinnualka, sem er fínt ef það er það sem hún vill.

Um daginn las ég að steingeitin væri einn af hornsteinum samfélagsins og það tel ég vera rétt. Ég hef svo oft hugsað: Hvar væru vestræn samfélög án steingeitarinnar? Steingeitin lætur allt ganga af því að hún er búin að skipuleggja það þannig, hér eru engir sénsar teknir. Hlutirnir ganga smurt vegna þess að steingeitin hugsar fyrir öllu. Agi, metnaður, þrautseigja, þolinmæði og vinnuharka einkenna steingeitina. Hún er jarðbundin, lætur verkin tala, er varkár og ekkert væmin. Steingeitin er líka raunsæ, hagsýn og slungin þegar kemur að fjárfestingum og fjármunum. Hún er útsjónarsöm, virðuleg, vægðarlaus, ábyrg og ákaflega afkastamikil.

Viðskiptalífið, pólitíkin, sagnfræðin og fornleifafræðin eru svið sem eru eflaust morandi í steingeitum. Hendum inn verkfræði og arkitektúr líka. Sama hvaða starfsvettvangur verður fyrir valinu hjá steingeitinni verður hún sennilega á einhverjum tímapunkti „yfir“ – yfirlæknir, yfirmaður … og svo framvegis. Hún á bara svo erfitt með að klífa ekki upp metorðastigann og hún klífur hann jafnt og þétt. Hún er þolinmóð og mun vinna að því að ná markmiðum sínum þó að það taki tíma. Hún gefst ekki upp. Hún er holdgervingur þrautseigju.

Slepptu konfekti og blómum. Gerðu frekar við bílinn ef þú ætlar að ganga í augun á steingeitinni. Mynd/Jill Wellington

Nýtni og ástin

Steingeitin sér hag í nýtingu á öllum sviðum lífsins. Hún er mjög hagnýtin og varkár þegar kemur að fjárfestingum bæði innan og utan heimilisins. Fjárhagslegt öryggi, tilfinningalegt öryggi og skilvirkni gefa henni mikið og fyllir á lífsorku hennar. Þá vill hún nýta tíma sinn vel og kann ekki við að fólk eyði tíma hennar í óþarfa vitleysu. Þegar hún er ástfangin sækist hún eftir langtímasambandi en hugsar sig vel um áður en hún fer út í svoleiðis skuldbindingu vegna þess að eins og með allt annað þá lítur steingeitin á ástarsamband, hjónaband eða sambúð sem fjárfestingu, bæði tíma og fjármuna. Tilfinningaklám og rómansjukkerí er algjört „turn off“ hvað steingeitina varðar. Maki steingeitar ætti ekki að kaupa blóm eða dýrt súkkulaði til að heilla hana ef það þarf að gera við bílinn. Veittu henni öryggi af öllu tagi og hún bráðnar í örmum þínum. Steingeitinni mun finnast það rómantískara að komast til vinnu í öruggum bíl í staðinn fyrir að fá blóm sem deyja á viku. Vertu skynsöm/samur og leiðin er aðeins greiðari að hjarta hennar. Steingeitin á erfitt með óskynsamt fólk.

Óður til steingeitar

Í byrjun árs vitjaði mín steingeit í draumi. Ég læt eftirfarandi fylgja með hér að lokum.

Ég spratt á fætur áðan og setti penna á það blað sem var næst mér. Í draumi hafði komið til mín steingeit sem ég hef þekkt til fjölda ára en ekki séð í langan tíma. Í draumnum fór hún með hluta úr eftirfarandi kvæði en steingeitin hefur það göfuga hlutverk að leiða okkur inn í nýtt ár.

Steingeitin

Sínar eigin leiðir fer.
Lætur ekki bíða eftir sér
því frumkvæð hún er.

Upp fjallið hún arkar.
Af sér allt harkar.
Því metorðastiginn er ekkert grín.
Hún er sterk sú sýn
sem steingeitin hefur
um lífið á toppnum og hvað það gefur.

Peningar eru fínir en allra best er að vinna og vinna á meðan keppinauturinn sefur
og sína eigin gröf grefur.
Því það eru völd, áhrif og þjóðfélagsstaða
sem gerir steingeitina graða.
Sama þótt það taki daga, mánuði og ár.
Steingeitin veit upp á hár
hvað hún ætlar sér, þó það þýði blóð, svita og tár.

„Frí og sumargleði?
Nei, frekar ég streði.
Til að ná á toppinn
því aldrei skal ég á botninn.“

Þú stóðst þig vel í skóla
og varst fljót að læra að hjóla.
Engan tíma hafðiru fyrir vælukjóa.
„Nei nei, áfram gakk og enga leti.
Ég hef ekki tíma fyrir tilgangslaust léttmeti.
Ég er á leiðinni að verða næsti forseti.“

Höf. Fanney (01.01.19)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni