Í síðustu viku var kynnt hverjir hlytu listamannalaun árið 2019. Athygli vakti að í þeim hópi var ekki rithöfundurinn Hallgrímur Helgason en síðar kom í ljós að hann hafði ekki sótt um. Það gerði þó bróðir Hallgríms, barnabókahöfundurinn vinsæli, Gunnar Helgason, sem hlaut laun í sex mánuði.
Í vikunni gagnrýndi Hallgrímur RÚV fyrir að hafa tekið sér þrjá daga í að fjalla um ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni. „Líklega verður það þó að teljast framför frá því sem áður þekktist. #metoo hefur aðeins stytt í umþóttunartíma meðvirkninnar,“ skrifaði rithöfundurinn.
Það er athyglisvert í ljósi þess að að móðir Hallgríms, Margrét Schram, og eiginkona Jóns Baldvins, Bryndís Schram, eru systkinabörn.