Í dag, þriðjudaginn 15. janúar, hófust sýningar á HAHA á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Þetta er leikrit sem Borgarleikhúsið býður öllum unglingum í 10. bekk í Reykjavík að sjá – alls um 1400 unglingar.
Höfundar verksins og leikarar eru Sigurbjartur Sturla Atlason og Jóhann Kristófer Stefánsson, sem hingað til hafa verið þekktari sem tónlistarmennirnir Sturla Atlas og Joey Christ.
Þeir skoða andlega heilsu ungs fólks í víðu samhengi.
Þetta er í fjórða skiptið sem Borgarleikhúsið býður 10. bekkingum í leikhús, en fyrsta skiptið var árið 2015.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni í dag.
Þá mættu nemendur frá Fellaskóla, Laugalækjarskóla, Norðlingaskóla, Tjarnarskóla, Waldorfskólanum Sólstöfum og Ölduselsskóla.
Sýningar verða eftirfarandi daga: