fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AMC hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröðinni Stellu Blómkvist í Norður Ameríku.

Þáttaröðin verður tekin til sýninga 31. janúar á streymisþjónustu AMC, Sundance Now sem einnig er aðgengileg á Amazon Prime. Stella Blómkvist var frumsýnd á Sjónvarpi Símans Premium árið 2017 og sló þá öll áhorfendamet á veitunni.

Þegar hafa þættirnir verið sýndir á Viaplay á öllum Norðurlöndunum og víðsvegar um Evrópu. Fyrr á árinu tryggði NBC Universal sér sýningarréttinn á þáttunum á Frakklandi og Spáni, en þar eru þættirnir fáanlegir á spænsku og frönsku.

„Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir, þá sérstaklega vegna þess að þetta sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, um þessar nýju fréttir.

Þættirnir um Stellu Blómkvist eru sex talsins og eru aðgengilegir á Sjónvarpi Símans Premium. Heida Reed fer með aðalhlutverkið, en hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í bresku þáttunum Poldark. Sagafilm framleiðir þættina sem eru byggðir á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en enginn veit hver skrifaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“