Athafna- og listaparið Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson halda vellíðunarkvöld á Bóndadaginn sjálfan, föstudagskvöldið 25. janúar.
Kvöldið fer fram í Hannesarholti þar sem Ellý mun lesa í tarotspil fyrir hvern og einn í einrúmi um hvað árið 2019 ber í skauti sér, auk þess sem hún les möntruna Betra líf. Hlynur leikur hugleiðslutónlist, en hann hefur undanfarin ár samið hugleiðslutóna og hefur gefið út þrjár plötur. Tónlist Hlyns inniheldur meðal annars hljóð úr íslenskri náttúru, dagdraumum og hversdagsleika hvers manns.
Innifalið í verði er léttur og heilnæmur vegan kvöldverður, Facebook-viðburður hér.
Hlynur mun flytja lög af plötum sínum sem finna má á Spotify.