fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Skrímsli í Sundhöllinni

Fókus
Föstudaginn 13. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Host (2006)

Hið árlega og vinsæla sundlaugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík þann 28. september. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, frá 2006), hin stórfræga skrímslamynd virta suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvikmyndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp.

Heilmikið havarí verður í öllum krókum og kimum Sundhallarinnar þar sem andrúmsloftið verður tileinkað þessari sérstöku mynd. Fólk getur alveg búist við því að skrímsli troði sér inn í sturtuklefann hjá því, þó aðeins í karlaklefann.

Hinn stórkostlegi suðurkóreski leikstjóri Bong Joon-ho, sem stýrir myndinni, vann aðalverðlaun Cannes-hátíðarinnar í vor með myndinni Parasite og verður sú mynd lokamynd RIFF-hátíðarinnar.

En í Sundbíóinu er ein af fyrri myndum hans sýnd. The Host varð á nokkrum nokkrum mánuðum aðsóknarmesta bíómynd Í Kóreu frá upphafi. Þrettán milljón miðar seldust á myndina frá júlí mánuði og fram í nóvember. Í Suður-Kóreu búa aðeins 50 milljón manns, þannig að ansi stór hluti þjóðarinnar, sem getur hreyft sig, hefur efni á bíómiða, kann að lesa og tala, hefur sjón og heyrn, kann að hugsa og getur fundið kvikmyndahús á kortinu í Samsung símanum sínum hefur keypt miða á myndina. Myndin átti síðan eftir að vinna til margra alþjóðlegra verðlauna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu