Stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni See var frumsýnd í vikunni, en okkar eigin Hera Hilmarsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í seríunni. Í stiklunni má sjá Heru í faðmlögum við skjáeiginmann sinn, Baba Voss, sem leikinn er af Jason Momoa. Serían gerist í framtíðinni þar sem mannkynið er blint, en Maghra og Baba eignast börn sem sjá. Þau þurfa því að vernda þau fyrir illum öflum. Hera hefur gert það gott í Hollywood síðustu ár og meðal annars leikið í Mortal Engines og An Ordinary Man. Jason er af einhverjum talinn kynþokkafyllsti maður heims, en hann sló rækilega í gegn í Game of Thrones og hefur fest sig í sessi sem ofurhetjan Aquaman.