Söngkonan Emiliana Torrini gerði kaupmála við nýbakaðan eiginmann sinn, Rowan Patrick Robinson Cain. Þetta kemur fram í lögbirtingarblaðinu.
Lítið virðist hafa farið fyrir giftingu þeirra. Cain starfar sem vöruhönnuður samkvæmt Fréttablaðinu sem greindi fyrst frá hjónabandi þeirra tveggja.
Emiliana sennilega þekktust fyrir flutning sinn á laginu „Gollum’s song“ í Hringadróttinssögu. Auk þess samdi hún lög í samstarfi við Kylie Minogue. Plata hennar Love in the Time of Science var einnig geysivinsæl.