Í gærkvöldi var hátíðarforsýning af kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur í Háskólabíó í Reykjavík. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.
Ingvar Eggert Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur Ída Mekkín Hlynsdóttir á móti honum. Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Armundur Enst, Haraldur Stefánsson og Björn Ingi Hilmarsson fara einnig með hlutverk í myndinni ásamt fleiri frábærum leikurum.
Fjölmennt var á forsýninguna í gær. Meðal annars mætti kærustuparið Einar Þorsteinsson fjölmiðlamaður og Milla Ósk fréttakona og mæðgurnar Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir.
Sjáðu fleiri myndir af hressum bíógestum hér að neðan.