fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fókus

María Lilja opnar sig um neysluna: „Eftir það var ég vistuð á stofnun“

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2019 13:57

María Lilja Þrastardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir opnar sig um fíkniefnaneyslu sína á árum áður á Twitter. Tilefnið er færsla sem Dagur Hjartason skáld skrifar en þar geri hann grín að því að unglingadeild RÚV ætli að vaka í þrjá sólarhringa til að vekja athygli á fíkniefnadjöflinum. Með öðrum orðum að gera það nákvæmlega sama og fíkniefnaneytendur margir stunda.

María Lilja deilir tísti Dags og bendir á að þetta sé ekki rétta leiðin til að vekja athygli á hættu fíkniefna. „Einu sinni vakti ég í þrjá sólarhringa (og tvo til). Ég notaði mjög mikil eiturlyf þá. Eftir það var ég vistuð á stofnun, þurrkuð upp en lærði með árunum að það voru ekki eiturlyfin sem voru vandamálið. Það var áralöng barátta mín við sjálfsmyndinina, kvíða og andlega vanlíðan,“ segir María Lilja.

Hún segir hugmynd RÚV núll sé örugglega vel meint. „Þó vissulega sé meiningin á bak við þetta átak mjög falleg. Þá er aðferðin kolröng. Það þarf að efla geðheilbrigðismál og hjálpa ungu fólki að orða tilfinningar sínar og skammast sín ekki fyrir að líða einhvern veginn ekki „rétt“. Hamingjusöm og sátt ungmenni misnota ekki lyf frekar en hamingjusamt fullorðið fólk. Það þarf nefnilega að hlúa að innihaldinu,“ segir María Lilja.

Hún segir að mikilvægast að fræða ungmenni en ekki hræða þau. „Ég á góða mömmu og góðan pabba sem ég kenndi um neysluna og allt sem misfórst í mínu lífi. Þau gerðu sitt besta og ég er á lífi vegna þeirra. Við vorum öll í prívat og ósýnilegri baráttu við vanlíðan. Töluðum ekki saman af því við skömmuðumst okkar og kunnum ekki að tjá okkur. Við lifðum samt dásamlegu fjölskyldulífi, ég æfði sund og átti vini svo samkvæmt gömlu formúlunni sem keyrt er á núna í þessu átaki hefði ég aldrei átt að leiða hugann að dópi og djammi. Tölum saman um tilfinningar er átak sem ég skal glöð skella á varirnar á mér til að hjálpa ungu fólki frá dópi. Þessi auglýsingaherferð hefði að minnsta kosti aldrei stoppað mig af. Fræða ekki hræða, right? Anyways…Oversharing out!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““