fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Jónína gerir upp hjónabandið við Gunnar: „Fljótlega eftir það hófst barátta hins góða og hins illa“

Fókus
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 10:53

Jónína og Gunnar á brúðkaupsdaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónína Ben gerir upp hjónaband sitt við Gunnar Þorsteinsson, kenndan við Krossinn, í stöðufærslu á Facebook. DV greindi frá því í apríl að þau væru skilin að borð og sæng en miðað við færslu hennar þá er þó gott á milli þeirra.

„Í dag eru níu ár síðan við Gunnar giftum okkur. Fljótlega eftir það hófst barátta hins góða og hins illa hjá okkur báðum. Ég er ekki stolt af mínum viðbrögðum við því sem yfir okkur helltist en er ákveðin í að afgreiða það og þá sem sögðu eitt, gerðu annað og ímynda sér það þriðja, sáu eitthvað í anda sínum annað en við hin „óvinir þeirra“ sjáum,“ skrifar Jónína.

Hún segist hafa verið lömuð af kvíða. „Skóli fyrir mig að kynnast þessu en sá skóli var ekki ókeypis, fjölmiðlafár, enn eina ferðina, dómsmál, niðurlægingar og kvíði með kærurannsókn í tvö ár sem síðan var felld niður. Ég vissi aldrei hvað kæmi næst frá Kristnu fólki en kvíði, svefnleysi og samskiptaleysi lamaði mig. Sennilega var ég ekki nægilega undirbúin fyrir rétttrúnaðarsinna sem setja sín vandamál öll á Guð og vilja ekki ræða hlutina og ná niðurstöðu. Stundum öfunda ég slíka en oftast ekki,“ skrifar Jónína.

Hún segir það hafa verið stressandi að hafa ólíkar skoðanir. „Sá Guð sem ég trúi á vill að við séum kærleiksrík í verki, það er samt augljóst að við lögðum af stað í trú og í kærleika og höfum átt góða tíma inn á milli þótt hugmyndafræðin hafi aldrei gengið upp um lífið og tilgang þess. Það er stressandi að hafa ólíkar skoðanir á flestum málum,  en samt iðulega hafa rosalega gaman,“ segir Jónína.

Hún segist þó enn trúa á guð. „Ég hef getað haldið í trúna á Jesú og hann reisir okkur bæði vonandi og gerir lífið léttara. Ég þakka þér daginn Gunnar Þorsteinsson, þetta var æðislegur dagur og veislan skemmtileg. Hver elskar ekki gott partý. Nú er að þrífa upp eftir það!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“