fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

D-Sessions með Náttfara komin út! – Hlustaðu á lagið Svartklettur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Náttfari hefur gefið út sína aðra plötu, D-Sessions, en platan kom út á dögunum á tónlistarveitunni Spotify. Platan fylgir eftir þeirra fyrstu plötu, Töf, sem kom út árið 2011 og hlaut lof gagnrýnenda..

D-Sessions inniheldur 9 lög, tekin upp á 5 ára tímabili í stúdíó FinnLandi í Hafnarfirði. Tónlist Náttfara má lýsa sem sveimandi og taktföstu síðrokki, en hljómsveitin sækir áhrif sín úr ýmsum áttum, m.a. raftónlist, súrkálsrokki, síðrokki, grunge, jazz, klassík osfrv.

Samstarf þeirra Náttfaradrengja nær langt aftur. Þeir eru æskuvinir úr Bústaðahverfinu í Reykjavík og byrjuðu að fikta við lagasmíðar saman í kennaraverkfallinu ´95. Náttfari var formlega stofnuð árið 2000. Hún var iðin við spilamennsku um það leiti og vakti m.a. athygli á Airwaves hátíðinni árið 2001. Sveitin lagðist í dvala árið 2002 en tók upp hljóðfærin aftur árið 2010 og spilaði þá á Airwaves um haustið. Í kjölfarið var platan Töf tekin upp og kom út haustið 2011. Nokkur spilamennska fylgdi í kjölfarið en sveitin kom m.a. fram á ATP tónlistarhátíðinni 2014.

Meðlimir Náttfara hafa komið víða við í tónlistarsenunni, tveir þeirra voru meðlimir í hinni margrómuðu hljómsveit Leaves, en þeir hafa einnig spilað með hljómsveitum á borð við Bang Gang, Feldberg, Eberg, Stafrænum Hákoni, Rif, Stroff o.fl.

Náttfaradrengir líta á tónsmíðar sínar sem skapandi ákvarðanatökuferli, en frá upphafi til enda krefst gerð tónlistarinnar sameiginlegrar ákvarðanatöku og sköpunar 3 aðila. Nafn plöturnnar “D-Sessions” vísar í það en það er afbökun á enska orðinu “Decisions”.

Upptökustjórn og hljóðblöndun á D-Sessions annaðist Finnur Hákonarson. Um masteringu sá Darius Van Helfteren. Hönnun umslags var í höndum Emils Ásgrímssonar. Náttfari eru Andri Ásgrímsson, Nói Steinn Einarsson og Haraldur Þorsteinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur