fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Jónsi segir skilið við hljómsveitina Í svörtum fötum

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 11:00

Jónsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni Í svörtum fötum undanfarið en nú verður breyting þar á því meðlimir hljómsveitarinnar hafa tekið saman á ný. Söngvari sveitarinnar, Jón Jósep Snæbjörnsson, verður þó fjarri góðu gamni því tónlistarmaðurinn Svenni Þór mun taka við hljóðnemanum.

Hljómsveitin hefur jafnframt tekið upp nýtt nafn og segir Svenni spennandi tíma framundan. „Já,  þetta er rétt hjá þér, ég fékk hringingu frá strákunum Í svörtum fötum þar sem þeir buðu mér að koma og syngja með sér. Sveitin mun kalla sig Nýju fötin keisarans og þetta er meiriháttar spennandi. Við erum þegar búnir að spila saman einu sinni og það gekk meiriháttar vel. Strákarnir eru náttúrlega búnir að spila saman í mörg ár og ég sjálfur með mikla reynslu í að syngja og skemmta fólki, svo þetta smellur vel saman. Við erum farnir að vinna að nýju efni sem verður væntanlegt með haustinu. Eins erum við farnir að bóka okkur í veislur og viðburði enda finnum við fyrir miklum áhuga frá fólki.“

Svenni er spenntur.

Fyrr á árinu setti Svenni ásamt fríðu föruneyti upp heiðurstónleikana A Star is Born og stefnir hann á fleiri tónleika þeim tengdum. „Við stefnum á fimmtu tónleikana þann 13. september næstkomandi en þeir verða haldnir á Bryggjunni í Grindavík. Þetta er mjög skemmtilegt prógramm, en ég hef samhliða verið að vinna í eigin efni undanfarin ár og er plata væntanleg fyrir árslok.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu