fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Fyrirsætan Bryndís Líf birtir djarfar myndir á Instagram: „Það er eins og þetta sé tabú á Íslandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bryndís Líf, 23 ára, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með rúmlega 17 þúsund fylgjendur á Instagram. En hver er Bryndís Líf? Við fengum að kynnast henni betur og spyrja hana út í samfélagsmiðla, fyrirsætustörfin, djarfar myndir og #FreeTheNipple.

https://www.instagram.com/p/B0OqkBKg-az/

Hver er Bryndís Líf?

„Ég er ósköp venjuleg. Ég er í háskólanámi og vinn í frístundamiðstöð. Ég er að fara á annað ár í sálfræði,“ segir Bryndís Líf.

Hún starfar sem fyrirsæta, bæði hjá umboðskrifstofunni Dóttir og á samfélagsmiðlum.

„Ég byrjaði fyrst að dúlla mér í fyrirsætustörfum árið 2012 en síðan er ekkert nóg bara að vera hjá Dóttir finnst mér. Ég nota Instagram mjög mikið fyrir vinnuna. Það er mikið af ljósmyndurum sem koma til Íslands sem vilja taka myndir og hafa samband í gegnum Instagram,“ segir Bryndís Líf og bætir við að ljósmyndarar sem koma til landsins vilja oftast fá myndir af henni í íslenskri náttúru.

„Ég er búin að vera að þessu í tvö ár og þetta borgar mjög vel. Ég er alltaf með það sama á tímann. Því betur sem mér gengur á Instagram því meira hala ég inn,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/Bz8oNQtgbVy/

Fylgjendahópurinn stækkað mikið síðustu vikur

Bryndís Líf er með yfir sautján þúsund fylgjendur á miðlinum. Hún segir að fylgjendahópur sinn hafi aukist gríðarlega síðustu vikur.

„Ég fór að kynna mér hvaða aðferðir myndu henta best til að fá inn þennan fylgjendahóp. Ég leita frekar til erlenda fylgjenda heldur en innlendra. Það er miklu stærri hópur því við erum svo fá hér á Íslandi. En ég nota þá stærri síður til að koma mér á framfæri,“ segir Bryndís Líf og segir þetta vera alls konar fyrirsætusíður sem hún notast við.

„Það eru til svo margar leiðir til að koma sér á framfæri á Instagram,“ segir hún og vísar í svokallað „shoutout“, þegar áhrifavaldur auglýsir Instagram-reikning annars aðila.

„Það eru svo margar leiðir til að nýta sér þetta á Instagram. Ég fylgi mikið af stelpum frá Bretlandi sem eru að gera það sama og ég, sem eru svona „daglegir áhrifavaldar“ (e. daily influencers) þar og vinna við það, og fæ ráð frá þeim.“

https://www.instagram.com/p/B0v9jC7gAYw/

Sjaldan í samstörfum

Bryndís Líf er, ólíkt því sem algengt er hjá íslenskum áhrifavöldum, sjaldan í samstarfi með fyrirtækjum. Miðillinn hennar gengur út á að koma sér á framfæri og í samband við ljósmyndara.

„Ég er ekki búin að vera með nein samstörf alveg heillengi, heldur er búin að vera að einbeita mér að fá vinnu í gegnum Instagram. En ég mun alveg fara í einhver samstörf í framtíðinni, sem henta þá mér og mínum fylgjendahóp,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/B1ZanoyADCg/

Góður peningur í þessu

Við spurðum Bryndísi Líf hverjar tekjur hennar af fyrirsætustörfunum væru.

„Það er mismunandi eftir árstíðum. Mesta sem ég hef fengið er 40 þúsund fyrir 40 mínútur,“ segir Bryndís Líf.

„En ég er með fast verð á klukkutíma, reyni að taka svona 15 þúsund kall eða eitthvað svoleiðis. Það vilja flestir fara út á land og ég hef ferðalagið innifalið svo maður sé ekki að fá pínulítið á tímann og keyra endalaust. Ég fæ líka bensínpening nema ég sé sótt.“

Það er misjafnt hversu oft í mánuði Bryndís fer í myndatöku. Kemur fyrir að það sé ekki nein myndataka einn mánuðinn og svo nokkrar næsta.

„Það eru mjög margir sem vilja ekki borga. Hafa samband og halda að þú viljir gera þetta frítt, eins og maður hafi ekkert betra að gera. Það er mjög algengt,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/B0ytty3gw53/

Fáklædd á Instagram

Bryndís Líf birtir gjarnan djarfar myndir af sér fáklæddri á Instagram.

„Það er eins og þetta sé tabú hérna á Íslandi að mínu mati. Eins og þetta sé eitthvað nýtt. En ég fylgi alveg áhrifavöldum að utan og þá er þetta bara fullkomlega eðlilegt, kannski af því að þar er heitara, ég veit ekki. En mér finnst þetta svona „free-spirited“ dæmi, að láta ekki einhvern annan hefta mig því þeim finnst þetta ekki í lagi,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/Bzl5s_egBxd/

„Mér finnst svo fyndið að öllum finnist þetta svona tabú því þetta er svo eðlilegur hlutur, þetta var svona fyrir hundruðum ára. Mér finnst þetta eitthvað svo fyndið hvað allir æsa sig yfir þessu og hvað þetta vekur mikla athygli.“

Bryndís Líf varð skyndilega talsmaður #FreeTheNipple þegar hún deildi mynd á Instagram sem vakti mikla athygli og kom af stað umræðu um ritskoðun samfélagsmiðla á geirvörtum kvenna.

„Um daginn póstaði ég mynd og skrifaði með að ég ætti að vera með karlmanns geirvörtur í stað fyrir kvenmanns geirvörtur svo þær mættu sjást. Þetta var nú upp á flippið, en síðan horfði ég á þetta þannig að auðvitað er þetta fáránlegt. Mér finnst eins og maður ætti að fá að ráða því sem maður gerir. Mér er sama hvað öðrum finnst,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/ByVxTeVgLAn/

Bryndís Líf segir að þó svo að hún sé oft fáklædd á myndum á Instagram þá er hún það sjaldan í myndatökum.

„Það er mjög mikið af brúðkaupsljósmyndurum sem koma hingað til Íslands, mikið með kjóla og svona. Ég hef farið í mjög margar þannig myndatökur,“ segir Bryndís Líf.

https://www.instagram.com/p/B0_lVQEA37_/

Athyglin á Instagram

Aðspurð hvort hún fái mikið af óviðeigandi skilaboðum svarar Bryndís Líf:

„Alveg slatta. Ég held það furðulegasta sé þegar fólk reynir að senda manni myndir. Ég sé ekki myndirnar nema ég samþykki skilaboðin. Ég hef alveg lent í því að samþykkja skilaboð sem ég hélt að væru í lagi, og kom í ljós að svo var ekki. Það er alltaf fólk sem kann sig ekki, alls staðar,“ segir Bryndís Líf og vísar í óumbeðnar typpamyndir sem hafa verið eldfimt umræðuefni í samfélaginu síðustu ár.

Bryndís Líf byrjar aftur í skólanum í haust og segist ekki vita hvert framtíðin mun leiða hana. „Mig langaði alltaf að fara í mastersnám í markaðsfræði. Ég aðhyllist mikið markaðsfræðina og fannst sálfræði mjög fullkomið grunnnám fyrir hana. Hver veit, kannski fer maður í klíníska sálfræði. Svo er kannski gaman að stækka á Instagram og gera eitthvað stærra,“ segir Bryndís Líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“