fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu

Fókus
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 14:30

Brjálað að gera hjá Miley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar að tónlistarkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth tilkynntu um skilnað sinn um helgina eftir aðeins sjö mánaða hjónaband.

Miley tekur sambandsslitunum frekar vel og hefur ekki eytt tíma í væl og ástarsorg. Hún byrjaði á því að kaupa sér ansi hreint smekklega íbúð í Mailbu-hæðum fyrir þrjú hundruð milljónir, en íbúðin er í næsta húsi við glæsihýsið sem Miley og Liam deildu áður en skógareldarnir í Kaliforníu eyðilögðu það árið 2015.

Skemmtilegur stíll.

Nýja íbúðin hennar Miley er búin öllum helstu þægindum, til dæmis heitum potti og bílskúr með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Fagurblátt.

Miley lét ekki þar við sitja og er byrjuð að gamna sér með The Hills-stjörnunni Kaitlynn Carter, sem er fyrrverandi kærasta Brody Jenner, bróður Kylie og Kendall Jenner. Miley og Kaitlynn hafa verið vinkonur í fjöldamörg ár en nýverið breyttist vináttan í svolítið meira. Þær sáust kyssast í fríi við Como vatnið á Ítalíu á föstudag, en 24 tímum seinna bárust fréttir um skilnað Miley og Liam. Ýmsir miðlar hafa haldið því fram að Liam hafi ekki vitað af sambandi Miley og Kaitlynn og að það hafi komið honum í opna skjöldu.

Turtildúfurnar.

Liam virðist taka skilnaðinum talsvert verr en Miley og leitaði skjóls til Ástralíu til að vera með bróður sínum, leikaranum Chris Hemsworth, og fjölskyldu hans í Byron Bay. Draumur Liam var að eignast fjölskyldu með Miley en hún var ekki á þeim buxunum, ef marka má fréttaflutning erlendra fjölmiðla af skilnaðinum.

Miley og Liam þegar að allt lék í lyndi. Mynd: Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur