fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Disney varpar verðsprengju inn á efnisveitumarkaðinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 19:30

70 ára áskrift að Disney+ er nú kannski aðeins í meira lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember ýtir Disney samsteypan Disney+ efnisveitunni úr vör. Ljóst er að Disney ætlar sér stóra hluti á þessum markaði því áskrift að efnisveitunni mun kosta minna en áskrift að Netflix. En ekki nóg með það því Disney mun einnig bjóða upp á stóran pakka á sama verði og Netflix. Í þessum stóra pakka verða auk Disney+ ESPN+ og Hulu efnisveitan.

Þetta á við í Bandaríkjunum þar sem Disney mun bjóða upp á stóra pakkann fyrir 6,99 dollara á mánuði sem er það sem áskrift að Netflix kostar í dag með HD útsendingu. Á ESPN+ er boðið upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Hulu er næstvinsælasta efnisveitan í dag á eftir Netflix. Disney keypti Hulu af stórum kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtækjum fyrir nokkru.

Ljóst er að mikið úrval verður í boði hjá Disney því allt efni fyrirtækisins verður aðgengilegt á efnisveitunni en Disney á meðal annars Star Wars og Marvel merkin. Auk þess mun megnið af efni 21st Century Fox verða aðgengilegt á Disney+ því Disney keypti fyrirtækið á síðasta ári.

Disney+ verður hleypt af stokkunum þann 12. nóvember í Bandaríkjunum og síðan kemur röðin að allri Vestur-Evrópu. Ekki hefur þó verið tilkynnt um dagsetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun