fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Þerna Michael Jackson með sleggju – Um leið og Lisa Marie fór komu börnin: „Þessu virtist öllu vera stillt upp“

Fókus
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 09:00

Lisa Marie og Michael voru gift í tvö ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrian McManus, fyrrverandi herbergisþerna poppkóngsins heitna, Michael Jackson, segir í nýju viðtali við The Sun að hún telji að hjónaband tónlistarmannsins og Lisu Marie Presley hafi einungis verið til sýnis. Michael og Lisa Marie voru gift í tvö ár, á árunum 1994 til 1996, en Lisa Marie er eins og margir vita dóttir goðsagnarinnar Elvis Presley.

Adrian McManus. Mynd: Getty Images

Adrian hefur oft talað um tíma sinn í vinnu hjá Michael Jackson en í viðtalinu við The Sun segist hún efast um að Michael og Lisa Marie hafi stundað saman kynlíf. Hún segir að Michael hafi til að mynda brotið glös í svefnherberginu þeirra til að láta líta út fyrir að eitthvað brjálað hefði gerst um nóttina. Þá segir hún einnig að hann hafi dreift kvenmannsundirfötum úti um allt.

„Þegar þau voru að deita kom ég inn í svefnherbergið hans og kommóðan hans lyktaði af ilmvatni. Það var ekki eðlilegt. Þegar ég byrjaði að þrífa sá ég hvítan blúndubrjóstahaldara á rúminu,“ segir Adrian. „Þessu virtist öllu vera stillt upp því þetta hafði aldrei gerst áður. Auðvitað voru oft nærfötin hans, skyrtur og buxur á víð og dreif en aldrei neitt í eigu kvenmanns.“

Sváfu aldrei saman

Adrian segist ávallt hafa haft sínar efasemdir um samband hjónanna.

„Ég vissi að þau væru að deita en hann reyndi að láta mig trúa að þau væru kynferðislega náin. Ég var alltaf efins. Ef ég man rétt þá gisti hún aldrei í svefnherberginu hans. Ég gekk aldrei inn í svefnherbergi Michaels og sá þau í rúminu eða að hanga saman,“ segir Adrian og bætir við að Lisa Marie hafi ávallt gist í svokölluðu rósaherbergi sem var í nokkurri fjarlægð frá herbergi poppkóngsins sáluga. Þá segir þernan að börn hafi heimsótt Michael þegar að Lisa Marie yfirgaf Neverland búgarðinn.

„Ég man eftir ákveðnum dögum þegar hún fór og síðan nokkrum klukkustundum seinna komu vinir hans, börn, og hann einblíndi eingöngu á þau,“ segir hún.

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Viðtalið kemur í kjölfar fregna um að Lisa Marie hafi skrifað undir þriggja milljón dollara útgáfusamning við Gallery Books um að skrifa um tíma hennar og Michael saman en einnig um samband hennar við föður sinn. Þá eru aðeins nokkrir mánuðir síðan heimildarmyndin Leaving Neverland kom út þar sem James Safechuck og Wade Robson sökuðu Michael Jackson um að misnota sig kynferðislega þegar þeir voru börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“