fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Yfirheyrslan: Einar Bárðarson – „Lagið „Ómissandi fólk“ er ráðlagður dagskammtur af auðmýkt fyrir besservissera eins og mig“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 19:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson hefur komið víða við og verið áberandi í opinberri umræðu og menningarlífi. Hann hefur stigið á svið í Söngkeppni framhaldsskólanna, stofnað útvarpsstöð, samið vinsæl dægurlög, haldið íþrótta- og menningarviðburði, vakið athygli á umhverfismálum og plokkað rusl víða af miklum móð, unnið í ferðaþjónustu, verið forstöðumaður Höfuðborgarstofu og samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Þá stýrir hann einum vinsælasta útvarpsþætti landsins „Bakaríinu“ á laugardagsmorgnum á Bylgjunni svo aðeins eitthvað sé nefnt. Einar er nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs og DV tók hann í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn?

Hamingjusamlega giftur Áslaugu Thelmu Einarsdóttir úr Keflavík og saman eigum við hjónin tvö yndisleg börn.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Ég er bara ekki viss enda er ég ekki orðinn neitt þannig að það liggur ekkert á að vera hugsa svo langt fram í tímann.

Skemmtilegast að gera?

Gleðja fjölskylduna mína.

En leiðinlegast?

Það er hellingur af alls konar, en ég passa mig á að koma ekki nálægt því.

Fyrsta atvinnan?

Blaðberi og blaðasali Dagblaðsins á Selfossi hjá Pétri Plötu eins og hann var kallaður. Fluttist svo yfir til Bárðar í GÁB þegar Dagblaðið og Vísir sameinuðust undir merkjum Dagblaðsins Vísis, síðar DV.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?

Já, ég get flogið en ég held því bara fyrir mig.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Já, það er klárlega „Ekki opna útvarpsstöð Einar“, skemmst er frá því að segja að ég hlustaði ekki á Jón Axel Ólafsson, vin minn, með það ágæta ráð. Fyndnara er að hann stýrir stöðinni í dag þannig að hann er örugglega ennþá að skammast yfir þessu uppátæki hjá mér.

Fyrsta minningin þín?

Með mömmu minni uppi í sveit á Espiflöt, þar sem móðuramma mín og afi minn bjuggu. Ég var nú svo lítill og mjög ungur á þeim árum að ég veit ekki hvort þær eru allar raunverulegar, en þær eru ljúfar.

Leiðinlegasta húsverkið?

Það er nú svo sem ekki mikið, þetta þarf allt að ganga einhvern veginn og við skiptum þessu eitthvað á milli okkar, ekki getum við látið börnin vinna þetta allt hahahahaha.

Uppáhaldshljómsveit og af hverju?

Skítamórall og Á móti sól af mjög persónulegum ástæðum, því þessir góðu drengir drógu lagahöfundinn í mér fram á sjónarsviðið og gáfu tækifæri til að blómstra. Aðrir, og ég, hafa síðan notið góðs af því, en þeir tókur sénsinn á mér og fyrir það er ég þeim óendanlega þakklátur. Tónlistarsmekkur minn er svo allt annað og miklu flóknara kort að teikna.

Það erfiðasta sem þú hefur gert?

Það langerfiðasta sem ég hef farið í gegnum til þessa var slys sem varð í hjólreiðakeppni fyrir tveimur árum hjá mér. Keppni sem ég skipulegg og ber ábyrgð á. Þar slösuðust níu manns alvarlega og margir fleiri, en mismikið. Klukkutímarnir sem liðu frá slysi og þangað til ég vissi að fólk var ekki í lífshættu eru þeir erfiðustu sem ég hef upplifað og fyrir mjög marga auðvitað. Ég heimsótti alla sem ég náði til þremur dögum eftir slysið, það var erfitt en mér fannst það nauðsynlegt. Þetta kenndi manni gríðarlega mikið.

En mest gefandi?

Tónleikar sem ég hélt í áraraðir fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna ásamt vinum og kunningjum í poppinu, koma fyrst upp í hugann. En annars reyni ég að velja mér verkefni, vinnu og áhugamál þar sem umhverfið er nærandi og gefandi. Lífið er of stutt til annars.

Hvaða lag (önnur en þín eigin) hefðir þú viljað semja?

„Ómissandi fólk“ eftir Magga Eiríks, ráðlagður dagskammtur af auðmýkt fyrir besservissera eins og mig.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?

Arnar Eggert Thoroddsen er búinn að skrifa fyrri hlutann, það kemur í ljós á næstu árum hvort það verður ástæða til þess að bæta við það.

Stærsta stund þín í lífinu?

Þær eru fimm og þær eru í þessari röð. Þegar ég sá konuna mína í fyrsta skiptið, seinna við breyttar aðrar aðstæður að hún var tilbúin að trúlofast mér. Þegar við svo giftum okkur, sem var dagur sem ég gleymi aldrei og fæðing barnanna okkar í kjölfarið.

Mannkostir þínir?

Ég er mjög gjarn á að segja já.

En lestir?

Ég er mjög gjarn á að segja já.

Eitthvað að lokum?

Það er óþarfi að taka lífinu of alvarlega, það sleppur enginn lifandi frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda