fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Leigir röppurum og leikurum lúxusbíla í Beverly Hills – Í partí hjá Drake og Leonardo DiCaprio

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 20:00

Magnea er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði haldið áfram að búa á Íslandi. Ég væri örugglega að gera skemmtilega hluti, en ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag,“ segir hin 24 ára gamla Magnea Björg Jónsdóttir. Magnea dýfði sér svo sannarlega í djúpu laugina fyrir fimm árum þegar hún flutti nítján ára gömul til Los Angeles í Bandaríkjunum. Það má segja að Magnea hafi lifað draumalífinu þessi fimm ár, rekið lúxusbílaleigu fyrir fræga fólkið í Los Angeles og kynnst því hvernig er að standa á eigin fótum. Magnea er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss.

Týnd og leið ekki vel

Magnea sleit barnsskónum í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbraut í Breiðholti og æfði knattspyrnu með Leikni í átta ár. Hún á tvö yngri systkini og hefur ávallt verið opin og átt auðvelt með að tala við hvern sem er um daginn og veginn. Á síðustu önninni í FB var hún komin með nóg af Íslandi og þráði breytingar. Þá kallaði borg draumanna, Los Angeles.

Ljúfa líf Magnea er með hátt í þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. Mynd: Úr einkasafni

„Ég þurfti smá breytingu og taldi að það að flytja í burtu og skipta um umhverfi myndi kannski breyta hvernig mér leið. Ég held að við Íslendingar vitum allt um það hvernig maður verður þunglyndur á veturna á Íslandi, svo hamingjuna sem fylgir sumrinu og síðan detta allir aftur í dvala. Ég myndi segja að ég hafi verið týnd og mér leið ekki alltof vel andlega,“ segir Magnea um hvernig það kom til að hún flutti svo ung vestur um haf. Hún byrjaði á því að skrá sig í skólann Santa Monica College og útskrifaðist eftir þrjú ár með AA-gráðu í samskiptafræði. Hún segir námið hafa þroskað hana mikið. Það kostaði hins vegar sitt.

„Ég og LÍN [Lánasjóður íslenskra námsmanna] erum ekki bestu vinir,“ segir Magnea og hlær. „Fyrstu viðbrögð þegar ég byrjaði að fá reikningana frá LÍN voru bara: „Guð minn góður.“ En þetta nám gaf mér ofboðslega mikið og ég sé ekki eftir því.“

Dýrasti bíllinn á 62 milljónir

Eftir útskrift fékk Magnea ólaunað starfsnám hjá snyrtistofunni Secret Beauty í þrjá mánuði. Strax í framhaldinu fékk hún ólaunað starfsnám hjá bílaleigunni sem hún rekur í dag, Royal Exotic Car Rental í Beverly Hills. Fyrst um sinn átti Magnea aðeins að sjá um sýningarsal bílaleigunnar en var fljótt farin að ganga í öll verk.

Smá pása Magnea dvelur nú á Íslandi og veit ekki hvort hún ætlar að flytja aftur til Los Angeles. Mynd: Úr einkasafni

„Ég gerði markaðsefni fyrir fyrirtækið, allar auglýsingar, vefsíðuna og fleira. Svo endaði þetta þannig að ég var farin að gera allt í fyrirtækinu, allt frá því að borga reikningana yfir í að læra á alla bílana,“ segir Magnea. Í dag eru átján lúxusbílar í boði á leigunni, til dæmis Rolls Royce, Lamborghini, Ferrari, Benz og Maybach. Dýrasti bíllinn kostar um hálfa milljón dollara, rúmar 62 milljónir króna. Dagsleiga á ódýrasta bílnum er um þrjátíu þúsund krónur en á þeim dýrasta um þrjú hundruð þúsund krónur. Eins og gefur að skilja getur ýmislegt gerst í þessum bransa.

„Ég fór með einn Lamborghini í tökur um daginn og þá var búið að brjótast inn í sýningarrýmið og ræna öllum bíllyklunum. Það kostaði sitt enda kostar hver lykill um hundrað þúsund krónur. Bílunum hefur einnig verið rænt. Það gerðist síðast bara um daginn. Þá kom eldri maður inn og leigði bíl. Ég hélt að hann væri traustsins verður. Hann sagði mér að hann þyrfti flottan bíl því hann væri að fara á fund og þyrfti að líta vel út. Síðan hafði hann bílinn aðeins lengur en samið var um og hætti að svara símanum. Loks tók hann staðsetningartækið úr bílnum. Ég er náttúrlega algjör leynilögregla þannig að ég athugaði hvert hann fór áður en hann tók tækið úr bílnum, keyrði þar um en fann hann ekki. Síðan fann ég bílinn á páskadag. Sem betur var ég með lykilinn á mér þannig að ég tók einfaldlega bílinn,“ segir Magnea og brosir.

Að hitta fræga er daglegt brauð

Fallegt útsýni Vinsælt er að fara í gönguferðir upp hæðirnar í Hollywood. Mynd: Úr einkasafni

Stærsti kúnnahópur Magneu er rapparar, fólk í grasbransanum, þar sem gras er löglegt í Kaliforníu, frægt fólk, leikarar og Instagram-fyrirsætur. Aðspurð hvort það sé ekki mikil pressa að hugsa um svo dýra bíla fyrir fólk sem kallar ekki allt ömmu sína segir hún það vissulega vera svo.

„Þetta eru bara eins og litlu börnin mín,“ segir hún og rifjar upp eina skiptið sem hún hefur klesst bíl. „Það var algjört óhapp. Ég var ekki einu sinni úti í umferðinni, ég bara bakkaði á kant. Bíllinn þurfti að vera í viðgerð í tvo mánuði. Að lokum seldi eigandinn bílinn, en það óheppilega var að ég var ekki einu sinni í vinnunni þegar þetta gerðist heldur var ég á leið í afmælispartí hjá Chris Brown,“ segir hún og hlær. Tónlistarmaðurinn Chris Brown er ekki eini þekkti einstaklingurinn sem Magnea hefur hitt í Los Angeles. Hún hefur einnig hitt Justin Bieber, glaumgosann Dan Bilzerian, rapparana Migos og farið í teiti hjá Drake og Leonardo DiCaprio svo fáir einir séu nefndir. En hefur hún einhvern tímann orðið „star struck“?

„Já, þegar Kylie Jenner hélt upp á afmæli sitt á litlum kokteilklúbbi sem heitir Delilah. Ég elska hana,“ segir hún.

Varðandi framtíðina er Magnea með stór plön.

„Mig langar að stofna mitt eigið fyrirtæki, vegna vel og gera eitthvað flott í lífinu. Mig langar líka í fjölskyldu, en ég er ekki tilbúin í það núna. Eitt af því, þegar maður býr svona langt í burtu og fylgist með öllu á Íslandi, er að maður hugsar: „Ég væri til í að eignast íslenskan kærasta og stofna fyrirtæki og kaupa öll þessi Ittala-glös. Þetta góða skandinavíska líf. Mér finnst það rosalega spennandi.“

Sér ekki eftir neinu Magnea fylgir sínum draumum stolt. Mynd: Úr einkasafni

Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið