Sölvi Tryggvason gaf í byrjun árs út bókina Á eigin skinni – Betri heilsa og innihaldsríkara líf. Bókin er byggð á reynslu Sölva eftir að heilsa hans hrundi fyrir áratug.
Sölvi hefur varið íslenska sumrinu í flakk um landið og meðal annars farið Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Hann er einnig kominn á fullt í skrifum á næstu bók sinni og segir á Facebook-síðu sinni að hann hlakki til að deila innihaldinu með lesendum sínum.
„Næstu vikur verður skrifað og æft eins og enginn sé morgundagurinn hinum megin á hnettinum,“ segir Sölvi, sem stefnir á landvinninga enn á ný meðan hann setur orð á blað.