fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Skrifar bók um kynferðisofbeldi: „Þetta er svo gallað kerfi og því vildi ég beina sjónum að“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 28. júlí 2019 16:00

„Þetta er svo gallað kerfi og því vildi ég beina sjónum að með þessari bók.“ Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Hvannberg er ung og efnileg skáldkona og hún gaf nýverið út bókina Í skugga baráttunnar. Þar fjallar hún um kynferðisofbeldi á hispurslausan hátt en rauður þráður bókarinnar hverfist í kringum sterkar konur og gallað kerfi.

„Sagan segir frá vinkonum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsárin. Í upphafi bókarinnar er annarri stúlkunni nauðgað eftir skemmtun í miðbænum og fjallar sagan um ferlið sem hún gengur í gegnum í kjölfarið. Stelpurnar fara saman í gegnum kæruferli sem reynir á áður óþekktar hliðar en fljótlega spinnst hávær orðrómur um atburðarásina og í kjölfarið koma upp erfiðar áskoranir innan fjölskyldna stelpnanna sem finnst þær þurfa að fullorðnast helst til of fljótt.“

Diljá dreymir um að stofna bókaforlag „Markmiðið er að hjálpa nýjum rithöfundum að koma sér á framfæri“ Mynd: Eyþór Árnason

Skapa með skrifum

Fjögur ár eru nú síðan Diljá byrjaði að skrifa söguna en hún segir vitundarvakninguna #konurtala, #eftirkynferðisofbeldi og #metoo hafa hvatt sig til verksins. „Þessi umræða fyllti alla samfélagsmiðla og ég hafði lesið ótrúlegt magn af sögum sem sterkir þolendur kynferðisofbeldis höfðu skrifað, sumir eftir margra ára þögn. Þessi bylting hefur verið rosaleg vitundarvakning og hefur hjálpað mörgum að stíga fram og segja frá.

Ég hef haft gaman af því að skrifa frá því ég man eftir mér. Á unglingsárunum átti ég við þunglyndi og kvíða að stríða, en þegar ég skrifaði fannst mér ég komast í burtu.

Ég fann mikið frelsi í því að komast burtu frá raunveruleikanum og skapa eitthvað með skrifum. Það fékk þó enginn að lesa það sem ég skrifaði og því var það stórt skref fyrir mig þegar bróðir minn fékk loksins að lesa fyrstu kaflana úr þessari sögu. Markmið mitt var að skrifa skáldsögu sem spannar allt ferlið sem getur komið í kjölfar kynferðisofbeldis. Þetta tilfinningalega, að fara inn á Neyðarmóttökuna, kæruferlið, þegar annað fólk fer að mynda sér skoðanir og auðvitað margt fleira.“

Gallað kerfi

Diljá setti sig fljótlega í samband við lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk sem reyndist henni vel þegar kom að því að afla heimilda fyrir handritsgerðina. „Berglind Eyjólfsdóttir, lögregluþjónn hjá Bjarkarhlíð, hjálpaði mér mjög mikið við að skilja hvernig kæruferlið er og Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Neyðarmóttökunni, svaraði öllum mínum spurningum sem ég hafði varðandi komuna upp á spítala. Staðreyndin er sú að kynferðisofbeldi er gríðarlega algengt hér á landi og kæruferlið hefur í alltof mörgum tilfellum nær ekkert að segja. Þetta er svo gallað kerfi og því vildi ég beina sjónum að með þessari bók.“

Draumurinn að stofna bókaforlag

Nú er ár liðið síðan handritið var fullmótað en bókaforlögin sýndu því lítinn áhuga. Diljá tók því til sinna ráða og ákvað að gefa bókina út sjálf. „Eftir miklar rannsóknir komst ég að því að það er langsniðugast og hagstæðast að gefa út í gegnum Amazon Kindle Direct Publishing. Eina vandamálið við það var að ég þurfti að gera allt sjálf, sem er meira en að segja það. Eftir að ég byrjaði á þessu verkefni var ekki aftur snúið, ég fór að skoða á internetinu hvernig á að setja upp bók, hanna kápuna og fleira sem ég hafði ekki einu sinni hugsað út í áður. Ég vildi gera þetta vel og vanda til verka. Ferlið hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, ég er nú þegar orðin spennt yfir að vinna í næstu bók. Draumurinn er að stofna bókaforlag ásamt vinkonu minni, nafnið er þegar komið: „Fyrstu skrifin“ og markmiðið að hjálpa nýjum rithöfundum að koma sér á framfæri, við fáum vonandi að upplifa þann draum einn daginn. Annars er ég alveg óendanlega þakklát manninum mínum, fjölskyldu minni og nánustu vinum fyrir allan stuðninginn, yfirlestur og góðu ráðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“