fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Frábærar barnabækur í fríið

Íris Hauksdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bækur missa sem betur fer aldrei gildi sitt en flestum þykja þær nær órjúfanlegur þáttur af fríinu. Möguleikarnir eru óteljandi þegar kemur að skemmtilegum barnabókum sem vert er að pakka niður fyrir ferðalagið enda geta þær bæði upplýst og frætt yngstu ferðalagana en jafnframt gengt afþreyingarhlutverki.

Freyja og Fróði

Bækurnar um systkinin Freyju og Fróða hafa notið mikilla vinsælda enda eru bækurnar smáar í sniðum og henta vel fyrir litla lófa hvort sem um er að ræða í bílnum eða flugvélinni. Sögurnar hverfast í kringum systkinin sem í flestum tilfellum er vel til vina en örsjaldan slettist þó upp á vinskapinn. Alls eru bækurnar níu talsins og fara um víðan völl, til dæmis á tannlæknastofuna, í klippingu, búðir og sund en fjalla jafnframt um listina að læra að sofna, eignast gæludýr eða kjást við veikindi. Höfundar bókanna eru þær Kristjana Friðbjörnsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir en Forlagið gefur sögurnar út.

Snuðra og Tuðra

Systurnar Snuðra og Tuðra eru sannarlega sívinsælar en í nýjustu bókunum heimsækja þær draugasafn með mömmu sinni og Skeggja frænda. Þær geta þó ekki notið heimsóknarinnar af því þær voru svo óþekkar kvöldið áður og hlýddu ekki mömmu sinni þegar hún sagði þeim að fara að sofa. Það sem þær vita nefnilega ekki er að þá getur svefndraugurinn komið í heimsókn. Í seinni sögunni verða systurnar steinhissa að sjá allt ruslið í fjörunni og ákveða að taka málin í sínar hendur. Höfundar bókanna eru þær Iðunn Steinsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir en Forlagið gefur bækurnar sömuleiðis út.

Kisa og Keli

Bækurnar um Kela hvolp og Kötu kanínu veita bæði börnum og foreldrum kærkomið tækifæri til þess að ræða tilfinningar en eftir að hafa hlustað á frásagnir á hverri síðu ákveður barnið hvort dýrið eigi að vera brosandi eða dapurt í bragði. Það er hollt að örva tilfinningagreind barna en í þessari fallegu bók ákveða börnin sjálf hvernig dýrin bregðast við tilteknum áskorunum út frá eigin hjarta. Setberg geta bækurnar út en þær eru úr glansandi harðspjaldapappír og henta því vel í ferðalög sem og við rúmgaflinn.

Límmiðabókin

Límmiðabækur eru sígilld skemmtun, sérstaklega á ferðalögum en þessari íslensk – ensk – spænsku bók fylgja 1000 límmiðar sem para þarf saman við viðeigandi orð. Orðin eru sem fyrr segir á þremur tungumálum og eru sýnd samhliða litríkum myndum. Hver síða hefur ákveðið þema og því léttara fyrir káta krakka að leggja orðin á minnið. Límmiðarnir auka óneitanlega skemmtanagildi bókarinnar til muna. Setberg sér um útgáfu bókanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“