fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Matthías: „Sóli Hólm myndi skrifa ævisögu mína, honum tókst nokkuð vel upp með Gylfa Ægis“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 15:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Matthías Matthíasson, best þekktur sem Matti Matt, hefur komið víða við á tónlistarferlinum. Hann hefur spilað með hljómsveitunum Dúndurfréttum, Pöpum, Vinum Sjonna og Reggae on Ice ásamt því að koma fram í ótal tónleikasýningum. Ný plata kemur út í haust og um helgina bjóða Dúndurfréttir upp á Led Zeppelin-tónleika. DV tók Matta í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn
Giftur og á þrjá stráka.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?
Sjómaður, hékk alltaf niðri á bryggju þegar ég var krakki og þráði ekkert heitar en að komast á sjóinn, þetta blundar alveg í mér ennþá.

Skemmtilegast að gera?
Fylgjast með börnunum í þeirra áhugamálum og ferðast með fjölskyldunni.

En leiðinlegast?
Þrífa og taka til.

Fyrsta atvinnan?
Skera spyrður af signum fiski hjá Blika á Dalvík þegar ég var 10 ára, keypti mér mitt eigið hjól fyrir sumarlaunin. Vann svo í harðfiski hjá Hagga á Dalvík með skóla þangað til ég var 12 ára og flutti suður.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?
Kannski ekki beint leyndum hæfileikum en mjög tilgangslausum engu að síður, ég get talað og sungið heilu lögin aftur á bak.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
„Keep it simple“. Ekki flækja hlutina og ekki festast of mikið í smáatriðunum

Fyrsta minningin þín?
Að syngja fremstur í flokki míns hóps á öskudaginn í frystihúsinu á Dalvík.

Hvað finnst þér vera leiðinlegasta húsverkið?
Að strauja, en það hefur allt lagast eftir að ég fékk Russel and Hobbs gufugaurinn minn, nú strauja ég liggur við nærbuxurnar.

Uppáhaldshljómsveit og af hverju?
Eru nokkrar: Led Zeppelin, Queen og The Beatles koma fyrst upp í hugann Þetta eru böndin sem ég hlusta mest á í dag og ég fæ aldrei nóg af þeim. Íslenskar hljómsveitir væru líklega Nýdönsk, Þursaflokkurinn, Spilverkið, Stuðmenn og margt fleira.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?
Það er of persónulegt til að fara út í það hér. En af daglegu lífi þá er það þegar miðjugaurinn minn klemmdi af sér fingurinn á útidyrahurðinni heima og ég þurfti að keyra hann öskrandi af sársauka á bráðamóttökuna, þar sem ótrúlega flottir læknar saumuðu á hann fingurinn og hann er eins og nýr í dag.

En mest gefandi?
Börnin mín og nýja platan sem ég er að klára og kemur út í september.

Hvaða lag (önnur en þín eigin) hefðir þú viljað semja?
Bohemian Rhapsody.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?
Segjum bara Sólmundur Hólm, honum tókst nokkuð vel upp með Gylfa Ægis.

Stærsta stundin í lífi þínu?
Fæðing barna minna. Veit að það er klisja að segja það, en það vita það allir sem eiga börn að það er bara þannig.

Mannkostir þínir?
Jákvæður, sanngjarn, kurteis, með alltof mikla réttlætiskennd.

En lestir?
Gleyminn, utan við mig, en er að vinna í mér.

Eitthvað að lokum?
Sjáumst á Led Zeppelin-tónleikum Dúndurfrétta á laugardagskvöldið í Eldborg í Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“