fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fókus

Egill leikstýrir þáttaröð um dóttur djöfulsins – Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Örn Egilsson hefur starfað sem kvikmyndatökumaður, leikstjóri og framleiðandi í Los Angeles í tæp 30 ár, en hann kallar sig Eagle Egilsson ytra. Hann hefur mest unnið við sjónvarp síðustu ár og komið að fjölda vinsælla þáttaraða, eins og CSI, Arrow, Lucifer, Magnum P. I. og fleiri.

Næsta þáttaröð sem Egill mun leikstýra er evrópsk þáttaröð með yfirnáttúrulegu ívafi sem ber nafnið One Bad Apple. Þáttaröðin er skrifuð af feðginunum Gavin og Rebeccu Scott, sem er til að mynda með þáttaröð George Lucas, The Young Indiana Jones, á ferilskránni.

One Bad Apple verður frumsýnd haustið 2020 og segir frá Mercy Emerson, dóttur djöfulsins, og hvað gerist þegar hún hefur nám við virtan breskan heimavistarskóla. Fljótlega nær hún að taka yfir ekki aðeins skólann heldur einnig nærliggjandi bæ og sveit. Sú eina sem stendur í vegi fyrir henni er skólastúlka sem starfar í mötuneyti skólans.

„Eftir að ég las fyrstu þættina af One Bad Apple, þá vissi ég að ég vildi taka þátt í að láta þættina verða að veruleika,“ segir Egill í samtali við Hollywood Reporter.

Mercy er spillt dóttir Gwyneth Emerson, sem er heimsþekkt fyrir heimasíðu hennar um lífsstíl. Hún ein veit að barnsfaðir hennar er djöfullinn sjálfur og ástæðan fyrir því að hann hefur tryggt dóttur sinni skólavistina? Jú, nálægt honum er gröf Hins heilaga kaleiks, sem falinn var mörgum öldum áður til að tryggja að djöfullinn ætti ekki endurkomu til jarðar. Verkefni Mercy er að finna kaleikinn og eyðileggja hann svo faðir hennar eigi afturkvæmt.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra og sé horft á fyrri þáttaraðir sem Egill hefur komið að þá má gera ráð fyrir að One Bad Apple muni njóta vinsælda.

„Frá því að ég hitti Egil í fyrsta sinn þá vissi ég að hann væri fullkominn leikstjóri til að gæða einstakt drama lífi. Allir framleiðendur vilja leikstjóra sem deilir sömu sýn og metnaði og hann sjálfur,“ segir Tuvalu Johnson, framleiðandi þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús á 139,8 milljónir – Möguleiki á góðum leigutekjum

Einbýlishús á 139,8 milljónir – Möguleiki á góðum leigutekjum