fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Rafnsdóttir, eða Hrafna eins og hún er betur þekkt, heldur úti vinsælli YouTube-rás. Hún er með yfir hundrað þúsund áskrifendur á miðlinum og gerir alls konar myndbönd um Ísland og íslensku.

Hrafna var í viðtali við DV fyrir stuttu og ræddi um YouTube ferilinn og hvernig henni tókst að komast á þann stað sem hún er á í dag.

Fyrir nýjasta myndband sitt bað Hrafna erlenda fylgjendur sína um að senda sér mýtur sem þeir hafa heyrt um Ísland. Í myndbandinu fer hún svo yfir mýturnar, og segir hvort þær séu sannar eða ekki.

Meðal þess sem haldið er um Ísland og Íslendinga er að við þurfum smáforrit (e. app) til að athuga hvort við séum skyld stefnumótinu okkar til að forðast sifjaspell. Aðrar mýtur voru að allar íslenskar konur séu fallegar, að Íslendingar elska að drekka og að við plönum aldrei neitt heldur erum við rosa spontant.

Myndbönd Hröfnu um Ísland hafa slegið í gegn á YouTube og hefur til að mynda eitt nýjasta myndband hennar fengið yfir 750 þúsund áhorf.

Horfðu á myndbandið um mýturnar um Ísland hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar