Secret Obsession, nýjasta mynd Netflix, kom á streymisveituna í gærkvöldi og segjast áhorfendur ekki hafa getað sofnað eftir á sökum skelfingar.
Disneystjarnan Brenda Song leikur Jennifer, konu sem vaknar eftir slys og man hún ekkert, ekki einu eftir Russell, eiginmanni sínum. Mike Vogel (Bates Motel) leikur umhyggjusaman eiginmann hennar, en er hann sá sem hann segist vera?
Taglína myndarinnar er „Sum leyndarmál verða ekki grafin af eilífu.“
Myndin hefst á því að Jennifer sést hlaupa undan karlmanni á dimmu rigningarkvöldi. Hún felur sig inni á almenningssalerni á meðan maðurinn dregur hníf meðfram hurðinni. Jennifer nær að flýja, en bíll keyrir á hana og hún vaknar síðan minnislaus á spítala.
Áhorfendur hafa lýst yfir skoðunum sínum á Twitter.
Secret obsession reminds me that I’m kind of scared of men.
— E. (@ItsEbs_yall) July 19, 2019
that secret obsession movie with brenda song got me thinking there are a lot of psychos out there… marty im scared
— jen (@IogansIermn) July 19, 2019
Secret Obsession on Netflix was SO good but now I am legitimately terrified and can’t sleep woo hoo!
— Katie (@katiemkg) July 19, 2019