Leó R. Ólason gaf nýlega út plötuna „Pikkað upp úr poppfarinu.“ Leó er hljómborðsleikari og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum.
Eitt af lögunum á plötunni er lagið Nornadans sem Rafn Erlendsson flytur.
Leó hefur þar að auki framleitt tónlistarmyndband við lagið. Birgir Jóhann Birgisson sér um myndatöku og klippingu en umsjón og hugmyndavinna var í höndum Leó sjálfs.
Myndbandið er tekið upp í Skarðsdalsskógi og er mikið í það lagt. Nornadans, galdrar, leður og keðjur koma við sögu.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
Leó Reynir ræðir um útgáfu plötunnar, listamennina sem koma fram á henni og ýmislegt annað í viðtali í Tíu dropum á FM Trölla.