Leikarinn og útvarpsmaðurinn Felix Bergsson segir á Twitter að niðurstaða hans eftir utanlandsferðir í sumar sé að reykingar sé viðbjóður sem eyðileggi út frá sér.
Hann segir að reykingarmenn hafi eyðilagt upplifun hans með því að reykja í nærumhverfi hans á útiveitingastað.
„Hef nú heimsótt Berlín og Barselóna undanfarna daga og niðurstaðan er einföld – reykingar eru viðbjóður!! Sérstaklega þegar maður vill chilla á næs útiveitingastað. Þá mæta fíflin, draga upp ógeðið, byrja að púa og eyðileggja allt. Þvílík heimska!,“ skrifar Felix.
Annar útvarpsmaður, Hjörvar Hafliðason, segir í athugasemd að honum þyki þetta bara fínt að finna reykingarlyktina á Spáni. „Það er nice að finna reykingarlykt á Spáni. Tekur mann aftur í tímann. Í næstu sólarlandaferð vil ég sitja aftast í reyknum í flugvélinni. Það er alvöru 80’s upplifun,“ skrifar Hjörvar.
Þessu svarar Felix: „Lenti síðast í svoleiðis flugi 2002 á leið til Berlínar. Sat í síðasta reyklausa sætinu við reyksvæðið. Einhver gardína á milli. Ólýsanlegur viðbjóður.“
Hef nú heimsótt Berlín og Barselóna undanfarna daga og niðurstaðan er einföld – reykingar eru viðbjóður!! Sérstaklega þegar maður vill chilla á næs útiveitingastað. Þá mæta fíflin, draga upp ógeðið, byrja að púa og eyðileggja allt. Þvílík heimska!!
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) July 13, 2019