fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Vigga Þórðar og Birkir Steinn eru í AV: „Gengur út á að sýna fólki hvað gerist fyrir dýr í öllum iðnaði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 14:45

Vigga Þórðar og Birkir Steinn Erlingsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagsþátturinn Fókus er vikulegur hlaðvarpsþáttur dægurmáladeildar DV. Í þættinum fáum við til okkar fjölbreytta gesti til að tala um allt milli himins og jarðar.

Gestir vikunnar eru Vigga Þórðar og Birkir Steinn, tveir af stjórnendum Anonymous for the Voiceless á Íslandi, eða AV eins og það verður kallað hér eftir.

Vigga og Birkir Steinn segja sína vegan sögu, hvað leiddi til þess að þau ákváðu að taka sín fyrstu skref í átt að veganisma og seinna meir berjast fyrir réttindum dýra.

Hvað er AV?

„AV eru samtök sem voru stofnuð í Ástralíu í Melbourne árið 2016. Þetta eru samtök sem ganga út á það að sýna fólki hvað gerist fyrir dýr í öllum iðnaði. Það gengur líka út á það að spjalla við fólk úti á götu og gefa þeim upplýsingar til að ýta þeim í áttina að verða vegan,“ segir Birkir Steinn.

Birkir Steinn byrjaði í AV því honum langaði að gera eitthvað fyrir dýrin. Hann hafði verið vegan í einhvern tíma og var orðinn góður í að rökræða um veganisma.

Vigga Þórðar bendir á að eina sem AV gerir er að vera með svokallaða Cubes of Truth, eða sannleikskubba, og taki ekki þátt í neinum öðrum mótmælum.

Sumir hafa kannski séð sannleikskubbinn í miðbæ Reykjavíkur, en það er kubbur þar hvert sunnudagskvöld á vegum AV Reykjavík.

Myndir frá Sannleikskubbi í Reykjavík. Myndir: Vigga Þórðar

Jákvæð viðbrögð

Fyrsti kubburinn var 3. desember 2017 á Lækjartorgi. Vigga segir að viðbrögðin við fyrstu sannleikskubbunum hafi verið jákvæð.

Birkir Steinn tekur undir og segir að viðbrögðin séu yfirhöfuð frekar jákvæð því þau ganga ekki á eftir fólki.

„Þetta hefur eiginlega verið frekar jákvætt allan tímann því viðburðurinn gengur út á að við erum ekki að tala við fólk sem vill ekkert láta tala við sig,“ segir Birkir.

Ef fólk gengur fram hjá kubbnum er ekkert verið að kalla á eftir þeim eða tala við þau. Ef fólk stoppar og horfir á myndefnið þá nálgast einhver frá AV það og hefur samtal. Oftast er byrjað á því að spyrja hvort fólkið hafi séð myndefnið áður og hvernig þeim líður gagnvart því.

Í lok samtalsins koma þau með lausnir fyrir einstaklinginn sem geta hjálpað honum að verða vegan.

Vegan áskorun

Aðspurð hvers konar lausnir þau stinga upp á nefnir Vigga áskorun á Facebook.

„Það er til áskorun sem heitir Challenge 22. Hún fer fram í Facebook-hóp. Það byrjar ný áskorun í hverri viku sem stendur yfir í 22 daga, eiginlega 30 daga en það er vika í „upphitun.“ Þar er fólk og mentorar að hjálpa. Ef þú ert í vandræðum með næringu er fullt af efni frá löggildum næringarfræðingum um veganisma sem þau hafa aðgang að. Ef það er eitthvað dýpra en það þá færðu hjálp frá næringarfræðing,“ segir Vigga og bætir við:

„Þú getur líka fengið einkamentor sem getur hjálpað þér í skilaboðum ef þú ert feimin að skrifa opinberlega. Þetta er súper góður stuðningur fyrir fólk sem er að taka þetta skref að verða vegan.“

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify, Podcast og öllum helstu hlaðvarpsöppum.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“