fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Ásta fann ástina í sveitinni: „Ásta Hrafnhildur sterk og stolt, stuðla ég henni rímu”

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. júlí 2019 11:30

Ásta í sveitinni 2018. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hefur verið lengi í sviðsljósinu, hún var reglulegur gestur á síðum Séð og Heyrt í áraraðir, þar til hún hóf störf þar sem blaðamaður og tók síðan við ritstjórastólnum degi eftir að Eiríki Jónssyni var sagt að yfirgefa hann.
 
Ásta fór nýjar leiðir þann tíma sem hún var ritstjóri og vöktu nokkur mál gríðarlega athygli og umtal. Eins og títt var sagðist enginn lesa Séð og Heyrt fyrr en eitthvað vakti umtal, þá kom í ljós að allir lásu blaðið. Ásta lék sér að því að vekja athygli á sér og blaðinu um leið.
 
Eftir að útgáfa Séð og Heyrt hætti hefur minna farið fyrir Ástu, hún hóf störf á Fréttablaðinu og sá einnig um þættina Ástir með Ástu á FM957. En núna er hún hætt í blaðamennskunni og flutt í sveitina þar sem hún nýtur sín til fulls.
 
„Ásta Hrafnhildur sterk og stolt, stuðla ég henni rímu. Er nú komin í Önundarholt ásamt kettinum Grímu,“ skrifar séra Hjálmar Jónsson ljóðrænt á Facebook-síðu Ástu.
 
Heyrst hefur að í sveitinni, nánar til tekið í Önundarholti, hafi Ásta líka fundið ástina í fangi Þorvaldar Steinþórssonar, sem er jafngamall og hún, árgerð ´71 og fyrrverandi nemandi í Garðaskóla eins og Ásta. Heimildarmaður DV segir parið geisla af hamingju og vita að þau eigi samleið í lífinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna