fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Svört leikkona leikur Ariel í endurgerð Litlu Hafmeyjunnar: „Sorry en þetta er alveg fáránlegt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur Disney unnið mikið með það að gefa út leiknar myndir sem byggðar eru á ástsælum teiknimyndum þeirra. Þar má nefna sem dæmi Aladdin, Lion King og The Jungle Book. Þessar myndir hafa reynst þeim vel og því er ekki furða að fleiri séu framleiddar.

Búast má við endurgerðum á myndum eins og Mulan og Litlu hafmeyjunni en tilkynnt hefur verið um leikaraval á hafmeyjunni sjálfri. Mikil umræða hefur myndast eftir að tilkynnt var um hver myndi leika hafmeyjuna.

Það er bandaríska leik- og söngkonan Halle Bailey sem mun fara með hlutverkið.

„Eftir mikla leit var það okkur ljóst að Halle býr yfir sjaldgæfri samblöndu af krafti, einlægni, æsku, sakleysi og auk þess býr hún yfir magnaðri söngrödd. Allt eru þetta nauðsynlegir eiginleikar fyrir þetta hlutverk“

Halle Bailey tilkynnti fréttirnar fyrir fylgjendum sínum á Twitter

Í kjölfarið á tilkynningu hennar fór myllumerkið #notmyariel á fulla ferð. Þar deilir fólk um það hvort Halle sé rétta manneskjan í hlutverkið. Húðlitur Halle er stærsta ástæðan fyrir umræðunni en hún er dökk á hörund. 

Margir hafa lýst yfir mikilli ánægju með valið en Halle er fyrsta svarta konan til að fara með aðalhlutverk í Disney endurgerð. 

Þó nokkrir eru á móti valinu en þeim finnst verið að fara of langt frá upprunalegu myndinni. 

„Sorry en þetta er alveg fáránlegt. Þessi persóna er hvít og með rautt hár. Ég hef ekkert á móti svörtu fólki en þetta er eins og að Moana yrði leikin af hvítri konu“

Rithöfundurinn Hillary Monahan benti á fjöldann allan af myndum með hvítum prinsessum sem Disney hefur framleitt og kallaði mótmælendurna rasistafrekjur.

„Hvítt fólk sem kvartar yfir því að svört stelpa leiki Ariel: Disney framleiddi 49 myndir á árunum 1937-2009 áður en fyrsta svarta prinsessan kom á sjónarsviðið. Svartar stelpur horfðu á fjöldann allan af myndum en sáu ALDREI neina prinsessu sem líktist þeim. Í 70 ár. Ofdekruðu, rasistafrekjurnar ykkar.“

Það er þó vert að benda á það að Ariel er hafmeyja en afar lítið er vitað um útlit þeirra í raunveruleikanum, hver veit nema þær séu fiskur að ofan og mannlegar að neðan. Það er því skondið að sjá fólk rífast um útlit þessarar goðsagnakenndu veru. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur