fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Misheppnaðar viðskiptahugmyndir Berglindar: „Fattaði að þetta væri kannski ekki svo góð hugmynd í íslensku veðurfari“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2019 13:00

Berglind Saga Bjarnadóttir. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Saga Bjarnadóttir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV.

Það gætu einhverjir kannast við Berglindi Sögu úr Instagram Íslands, en þar vakti hún mikla athygli fyrir einkennilegar varaæfingar. Í kjölfarið hefur fylgjendahópur hennar á Instagram stækkað ört.

Berglind Saga er móðir Bergþórs, 6 ára. Hún vinnur í vöruþróun fyrir matvælaframleiðslu og mun bráðlega opna matarvagn ásamt kærasta sínum.

Berglindi hefur lengi dreymt um að vera sinn eigin herra og reka sitt eigið fyrirtæki. Hún hefur gert þó nokkrar tilraunir til þess en ekki með svo góðum árangri.

„Þegar ég var nítján ára, ólétt af syni mínum, hugsaði ég hvað ég gæti gert í fæðingarorlofinu. Ég er vön að hafa alltaf nóg að gera þannig ég ákvað að læra naglafræðinginn. Ég tók þá eftir hvað gellakk er dýrt og hugsaði hvort ég gæti ekki flutt það inn. Ég pantaði um hundrað gellökk á netinu sem enduðu með að vera ömurleg og ég ákvað að selja þau ekki,“

segir Berglind.

Föstudagsþátturinn Fókus. Mynd: Eyþór Árnason

„Svo þegar ég var að fara að eignast barn þá fór ég að hugsa um slefsmekki. Ég fann einhverja verksmiðju úti sem framleiddi slefsmekki og pantaði þúsund stykki, en þegar ég fékk þá fannst mér saumarnir ekki nógu góðir og ákvað að selja þá ekki.

Síðan fann ég einhver bílaaugnhár og fór á fund með fyrirtæki til að selja þau og það gekk eftir. En svo fattaði ég að það væri kannski ekki svo góð hugmynd í íslensku veðurfari að selja augnhár á bíla. Þannig ég hætti við það,“

segir Berglind og heldur áfram:

„Svo þegar ég var búin að eiga þá var ég með slappan maga og fann geggjaðar aðhaldsbuxur en þurfti að panta þúsund stykki, og ákvað að slá til og selja bara restina. Ég seldi fullt af aðhaldsbuxum en sat líka uppi með fullt af aðhaldsbuxum á lager. Þetta er svona það sem ég hef gert í gegnum tíðina,“

segir Berglind hlægjandi. En þar gafst Berglind ekki upp og nokkrum árum seinna ákvað hún að byrja með sitt eigið húðvörufyrirtæki sem fékk nafnið Saga Care.

„Ég fann mjög góða kaldpressaða lífræna argan olíu frá fyrirtæki í Marakkó,“ segir Berglind. Hún ákvað að hanna líka kaffiskrúbb og pantaði hundrað stykki ásamt hundrað stykkjum af olíunni.

„Svo fannst mér umbúðirnar svo ljótar þegar þetta kom hingað og þegar ég var að prófa þetta fannst mér þetta meira drasl en ekki.“

Berglind ákvað þá að segja skilið við Saga Care. En hún hefur ekki sagt skilið við viðskiptalífið og er nýbúin að fjárfesta í matarvagn með kærasta sínum sem mun opna bráðlega.

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið