Fyrir rúmlega tveimur árum síðan fór krúttlegasti og hugsanlega besti raunveruleikaþáttur Íslands í loftið, Keeping Up With The Kattarshians.
Fylgst var með kettlingunum í rauntíma og voru þeir stanslaust í beinni útsendingu. Því var hægt að sjá hvað kettlingarnir voru að bralla á öllum stundum, þó þeir eyddu mestmegnis sínum tíma í svefn. Þrátt fyrir áberandi tíðindaleysi sló þátturinn í gegn og naut mikilla vinsælda.
Hús kettlinganna var á tveimur hæðum, alls konar kojur og fínerí var í húsinu og virtist þeim líða afskaplega vel.
Nútíminn var með þættina í samvinnu við Kattavinafélag Íslands. Þættirnir voru sýndir bæði á netinu og í Sjónvarpi Símans. Tilgangur þáttanna var að finna heimili fyrir kettlingana, en upphaflega byrjuðu kettlingarnir Guðni, Stubbur, Bríet og Ronja í þáttunum sem fengu allir heimili. Yfir tíu kettir fengu heimili í gegnum þættina.
Við rifjum hér upp nokkur skemmtilegt atvik í Keeping Up With The Kattarshians.