https://www.instagram.com/p/BwUaoO-g6cd/
Bandið var stofnað í janúar 2013 af söngkonunni Margréti Rán og saxófónleikaranum Andra Má. Planið var að taka þátt í Músíktilraunum sama ár en það var einn hængur á, þau voru ekki með nein lög. Á gríðarlega stuttum tíma sömdu þau nokkur lög og frumfluttu þau á Músíktilraunum og unnu keppnina. Tvíeykið varð síðan að þríeyki þegar gítarleikarinn Ólafur Alexander kom inn í bandið. Nýjasta platan þeirra heitir In the Dark og kom út í ár.
Vinsæl lög: Before og Autopilot
Klukkan: 18:15
Svið: Valhalla
https://www.instagram.com/p/By9823AIdfw/
Patti Smith er bandarísk söngkona og lagahöfundur sem hafði mikil áhrif á pönk senuna í New York með fyrstu plötunni sinni Horses. Hún lenti í 47. sæti á lista Rolling Stone tímaritsins yfir 100 mögnuðustu listamennina. Patti Smith er búin að vera í tónlistarbransanum í yfir 50 ár en hún fagnar 73 ára afmæli sínu í desember á þessu ári.
Vinsæl lög: Because The Night og Dancing Barefoot
Klukkan: 19:05
Svið: Valhalla
https://www.instagram.com/p/BwFDwEFnIfV/
Robert Plant er enskur söngvari og lagahöfundur en hann er best þekktur fyrir að hafa verið aðalsöngvarinn í Led Zeppelin. Þrátt fyrir að hér sé hann að spila með annarri hljómsveit má vel búast við því að hann taki eitthvað af gömlu efni í bland við það nýja. Hver veit nema við fáum að heyra lög eins og Stairway to Heaven eða Immigrant Song.
Vinsæl lög: Big Log og In the Mood
Klukkan: 22:00
Svið: Valhalla
https://www.instagram.com/p/BxSWuMcgGkq/
Stutla Atlas byrjaði sem lítið dæmi milli vina en með því að hugsa út fyrir kassann hefur hann orðið einn af þeim stærstu í íslensku tónlistarsenunni. Teymið í kringum Sturla Atlas hefur farið nýjar leiðir varðandi markaðssetningu á tónlist, gefið út fatalínur og ilm. Sturla Atlas gaf síðast út plötu árið 2017 en rétt fyrir helgi gaf hann út nýtt lag, Just A While, ásamt tónlistarmanninum Auði. Það má því kannski búast við að Sturla Atlas taki eitthvað af áður óheyrðu efni á tónleikunum.
Vinsæl lög: Time og San Francisco
Klukkan: 19:40
Svið: Gimli
https://www.instagram.com/p/BljAOBMgxuz/
Ef það er einhver sem kom inn í íslensku tónlistarsenuna með stórum hvelli þá er það Floni. Fyrsta platan hans fór í öll efstu sætin á íslenska vinsældalistanum á Spotify og hélt sér þar lengi. Þegar kom að hans seinni plötu gerðist nákvæmlega það sama, öll lögin fóru á vinsældalistann og héldu sér þar.
Vinsæl lög: Falskar Ástir og OMG
Klukkan: 21:40
Svið: Gimli