fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 23. júní 2019 16:30

Arnar Pétursson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Pétursson, maraþonhlaupari flakkar í sumar á milli hlaupahópa um allt land í samstarfi við Íslandsbanka. Arnar er 28 ára og hefur æft hlaup í átta ár. Hann hefur 25 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupi og árið 2017 varð hann Íslandsmeistari í níu mismunandi hlaupagreinum. Arnar er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókus, þar sem hann gefur góð ráð þeim sem vilja byrja að hlaupa eða bæta sig í íþróttinni.

Góð ráð fyrir hlaupara

Góð uppbygging

„Ef þú ætlar að byrja að hlaupa núna og æfa fyrir hlaup, byrjaðu þá á tveimur vikum þar sem þú ert bara að taka rólegt skokk og þegar þú ert að taka rólegt skokk, hægðu þá á þér þó þér finnist þú vera að fara of hægt. Farðu eins hægt og þú mögulega getur fyrstu tvær vikurnar. Ef þér líður vel geturðu farið oftar út að hlaupa og síðan geturðu sett meira inn í prógrammið.“

Ekki hægt að fara of hratt

„Rólegt skokk er hraðara en þú heldur. Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt. Stór lykill í velgengni er að hlaupa nógu rólega því það er erfitt að hlaupa nógu hægt. Þó þú sért skrefi fyrir ofan labb ertu að gera ótrúlega mikið fyrir líkamann,“ segir Arnar, en í hlaupaprógrömmum er oft talað um að taka daga inná milli þar sem á að skokka rólega. Hann mælir því alls ekki með því að hlaupa alltaf á sniglahraða.

Hlaupastíllinn

„Allur líkaminn tekur þátt í hlaupinu. Þú vilt helst vera með einhvern sem þekkir til til að sjá hvernig þú ert að beita þér og sem getur gefið þér ráð. Síðan viltu vinna alltaf í einum hlut í einu. Nota fjóra til sex mánuði til að hugsa um einn hlut til að bæta því þú vilt að þessi hlutur verði ósjálfráður.“

Andlega hliðin

„Á erfiðum æfingum koma alls konar veggir. Það verður erfitt. Hvernig ætlarðu að bregðast við mótlætinu? Stór partur af því hvernig við aukum þrautseigjuna er að átta okkur á því að það verði mótlæti. Ef þú áttar þig á því kemur ekkert á óvart. Til dæmis ef þú veist að það er brekka í hlaupinu þá ættirðu að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar mótlætið kemur. Þegar brekkan kemur ætlarðu að hugsa um að taka fleiri skref, því ef við tökum færri skref þá erum við að festast í brekkunni.“

Hlaupahópar

„Hafðu einhvern með þér í því sem þú ert að gera, það hjálpar þér út úr dyrunum.“

Matarræði

„Það sem er erfitt með svona ráðleggingar með mataræði er að þetta er oft svo einstaklingsbundið. Sumir þurfa að borða fjórum tímum fyrir hlaup, aðrir þurfa að borða 45 mínútum fyrir hlaup. Nokkrar matartegundir eru slæmar. Að fá sér steik eða rautt kjöt er ekki gott rétt fyrir hlaup. Oft er ekki gott að fá sér mikið grænmeti rétt fyrir hlaup, en eftir hlaup er það mjög gott. Kolvetni er grunnorkugjafinn í hlaupum. Þú ert ekki að fara að ná langt og verða góður langhlaupari á ketó. Það er bara bull, því miður.“

Horfa má á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“