fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Tólf eftirsóttir íslenskir piparsveinar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2019 20:00

Fríður hópur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin frétt að íslenskir karlmenn eru fram úr hófi fríðir, skemmtilegir og hæfileikaríkir. Það er engin ástæða að leita langt yfir skammt vilji maður kynnast einhleypum karlmanni, því nóg úrval er af íslensku víkingunum.

Fókus leitaði til nokkurra álitsgjafa kvenþjóðarinnar um hvaða karlmenn ættu heima á listanum og kom fjöldi nafna upp. Þessir 12 eiga það sammerkt að vera einhleypir, menn sem eru hæfileikaríkir hver á sínu sviði, en misáberandi og misþekktir.

Sigurður Þorri Gunnarsson 30 ára
Siggi Gunnars útvarpsmaður er einn sá skemmtilegasti sem fyrirfinnst. Yndislegur gleði- og orkubangsi, sem kennir troðfulla spinningstíma milli þess sem hann stjórnar þáttum í útvarpi og ferðast til útlanda, helst sólarlanda eins og borgarinnar Sitges.

Björn Boði Björnsson 20 ára
Erfingi World Class starfar í fjölskyldufyrirtækinu, og nýtur þess að ferðast og njóta lífsins. Hann hefur áhuga á heilsu og tónlist og hefur meðal annars farið á Coachella síðastliðinn tvö ár.

Örvar Helgason 44 ára
Fulltrúi sjómannastéttarinnar er þessi skemmtilegi hafnfirski stuðbolti, sem er ófeiminn við að fækka fötum fyrir myndavélarnar. Örvar er jafn handlaginn á láði og legi, netið á sjó og hamarinn í Hafnarfirði, en honum fellur aldrei verk úr hendi þó hann sé í fríi frá togaranum.

Bjarni Jóhann Þórðarson 47 ára
Bjarni er hávaxinn herramaður með græna fingur enda eigandi garðvinnufyrirtækisins Garðar best. Sálaraðdáandi og tennisleikari sem fer létt með að glæða gleði hvert sem hann fer.

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Páll Óskar Hjálmtýsson 49 ára
Þjóðargersemi og einn vinsælasti „performer“ landsins. Ljúfur, myndarlegur, hæfileikaríkur, með gríðarlegan áhuga á „splatter“ kvikmyndum og því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þú ættir annað líf, betra líf með Palla þér við hlið.

 

 

Birkir Bjarnason 31 árs
Birkir er leikmaður íslenska landliðsins í fótbolta og Aston Villa, ljóshærður og litfríður og heillar innan sem utan vallar. Oft nefndur „þessi með fallega hárið“.

Mynd: Atli Þór

Stefán Máni Sigþórsson 49 ára
Einn sá allra besti á ritvellinum, dökkur og drungalegur yfirlitum með fullt af flúrum, en ljúfur og næs strákur. Stefán færi létt með að skrifa og lesa sögur fyrir þig.

Guðmundur Fylkisson hlaut þriðja sæti kosningarinnar.

Guðmundur Fylkisson 53 ára
Gummi er laganna vörður, einstaklega fær í sínu starfi og virtur bæði af félögum og þjóðinni. Ljúfur og skemmtilegur bangsi, sem þykir vænt um menn sem og málleysingja, en hann sér um Project Henry, verkefni sem annast fugla í Læknum í Hafnarfirði.

Pétur Örn Guðmundsson 47 ára
Pétur er skemmtikraftur af guðs náð, eins og sjá má á snappinu hans Grameðlan, þar sem hann gantast með daglega lífið og starfið. Tónlistarmaður og leikari, ljúfur og skemmtilegur kattavinur og nörd með gríðarlegan áhuga á Star Wars og því tilvalið að ræða myndabálkinn saman.

Manu Bennett 49 ára
Nýsjálenski maórinn og leikarinn er heillaður af Íslandi og dvelur hér löngum stundum. Hann má oft sjá á kaffihúsi í miðborginni þar sem hann skrifar handrit að kvikmynd byggðri á sögunni um Axlar-Björn. Hann er forvitinn um menn og málefni og uppfullur af sögum og fróðleik, enda víðlesinn um fjölda þjóða.

Gunnþór Sigurðsson 58 ára
Gunnþór er bassaleikari pönkbandsins Q4U, einn harðasti KR-ingur sem landið hefur alið og starfsmaður Pönksafnsins í Bankastræti 0, þar sem hann miðlar fróðleik til erlendra sem innlendra gesta.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Kolbeinn Óttarsson Proppé 46 ára
Kolbeinn situr á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, sagn- og íslenskufræðingur með einlægan áhuga á mönnum, málefnum og stjórnmálum. Utan þings grípur Kolbeinn í gítar sem hljómborð, auk þess að vera mikill náttúruunnandi og dýravinur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“