fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 21:00

Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifaði í dag pistil á Facebook síðu sína, sem beindist að Jakobi Frímann en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Í dag kallaði Jakob Frímann syni mína mengaða afurð. Ekki nóg með það, hann bjó til nýjan sjúkdóm, nýja greiningu að nafni bráðaeinhverfu.“

„Ég, þroskaþjálfinn, fatlaða konan og móðir tveggja drengja á einhverfurófi gæti frætt hina fáfróðu og gæti sagt við Jakob Frímann og ekki síst þáttastjórnendur á Bylgjan að þetta væri ekki í lagi,“

„Þetta ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi að einstaklingur geti fengið þetta svið, í mjög vinsælum útvarpsþætti, á mjög vinsælum miðli og fengið að segja að börnin mín, að einhverf börn, séu menguð afurð,“

Þetta segir Elín um orð Jakobs í Bylgjunni í morgun en þar sagði hann meðal annars „Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa!“

„Ég sá fyrir mér að þessi útvarpsþáttur, með þessum ógeðslegu orðum þessa manns eru að fara á lifa á internetinu. Þar sem synir mínir gætu heyrt hann tala um sig sem mengaða afurð. Þar sem ótal fjöldi einstaklinga með einhverfu væru að hlusta á hann, án mótmæla tala um þau sem mengaða afurð,“

Þegar líða fer á pistil Elínar fer hún að snúa dæminu við og kallar mengaða alla einstaklingana sem sía út fólkið sem passar ekki í gömlu, manngerðu normalkúrfuna, þar á meðal Jakob.

„Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu gagnvart fötluðu fólki. Er ég að vega að æru þinni? Ég er ekki hlynnt hefndum. Ég er ekki hlynnt tönn, fyrir tönn. En ég er hlynnt því að valdamikið fólk misnoti ekki stöðu sína gagnvart fólki sem fær ekki færi á að verja það. Það er líka mengun,“

„Viðhorfið þitt er mengað. Ég tengi það ekki við mengað sæði, eða mengað egg. Ég tengi það helst við þann forréttindahjúp sem þú, ófatlaði, hvíti, miðaldra karlinn sem hefur verið í efsta hjúp forréttindanna í áratugi hefur búið við,“

Að lokum bendir Elín á nokkrar vefslóðir þar sem að fólk getur frætt sig um einhverfu en segir einnig

„Hafðu skömm Jakob Frímann. Hafið skömm Bylgjan,“

Þann 17. júní síðastliðinn sæmdi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Jakob heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu; riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskar tónlistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“