Tónlistarkonan Rita Ora segist miður sín yfir að komast ekki til Íslands. Hún segist vera að glíma við öndunarfærasjúkdóm og því komist hún ekki til landsins. Þetta kemur fram í Instagram-story hjá henni.
„Ég er mjög leið yfir því þurfa að tilkynna ég muni ekki stíga á svið á Secret Solstice á Íslandi, líkt og stóð til. Ég hefur verið að glíma við krónískan öndunarfærasjúkdóm og læknar hafa ráðlagt mér að hvíla mig,“ segir söngkonan.
Hún segist hafa verið spennt að koma til Íslands. „Ég afbóka mig aldrei af léttúð þar sé ég er gífurlega þakklát fyrir tækifærið að syngja. Ég er vonsvikin og hjarta mitt er brotið því þetta því að ég veit að aðdáendur mínir verða vonsviknir. Mér þykir þetta mjög leitt! Ég elska ykkur öll og takk fyrir stuðninginn. Hlakka til að sjá ykkur á Solstice 2020!,“ segir Rita Ora.
Uppfært
Secret Solstice hefur gefið út tilkynningu um málið:
„Á mánudaginn fréttu aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar af því að Rita Ora væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni, þó ekki væri komin endanleg staðfesting frá henni fór strax af stað vinna í varaáætlun ef svo færi að hún kæmist. Rétt í þessu fengum við það síðan endanlega staðfest að vegna sýkingar kæmist hún ekki á hátíðina.
Það er auðvitað mjög slæmt að fá svona fréttir rétt fyrir hátíðina en aðstandendur eru með nokkra stóra listamenn sem geta komið í hennar stað og líklega verður að hægt að tilkynna hver það verður fyrir lok dags í dag hver verður fyrir valinu.
Rita sjálf er góður vinur okkar og henni þykir þetta ofboðslega leiðinlegt enda hafði hún áætlað að eyða nokkrum dögum með vinum sínum hér og njóta lífsina á Íslandi, þegar er búið að semja um að Rita Ora mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni næsta sumar.“