Baltasar Kormákur hefur sagt sig frá kvikmyndinni Deeper, en hann átt að leikstýra myndinni. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu Vísis.
Handritshöfundur myndarinnar Max Landis hefur verið ásakaður um bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi í garð kvenna, en átta konur haf stigið fram og sakað hann um ofbeldi.
Baltasar á að hafa sagt sig frá verkefninu fyrir um það bil hálfu ári síðan, en ásakanir í garð Landis eru meðal annars ástæðan fyrir því.
Ákvörðun Baltasars á að hafa verið sjálfstæð af hans hálfu og stuttu seinna hafi kvikmyndaverið MGM líka dregið sig úr málinu
Fyrstu ásakanir í garð Landis komu árið 2017 en í dag eru þær orðnar fjölmargar.
Max Landis á að baki kvikmyndir á borð við Chronicle, American Ultra og Bright en hann var einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood um tíma.